„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 12:37 „Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49