Hjólaði 200 kílómetra til þess að kjósa Þorgeir Helgason skrifar 26. október 2016 07:00 Jón Eggert Guðmundsson þegar hann kom í mark í sumar í Hafnarfirði eftir að hafa hjólað hringinn í kringum landið. vísir/hanna Jón Eggert Guðmundsson, hjólagarpur og tölvunarfræðingur, hjólaði sem nemur um 200 kílómetrum til þess að kjósa til Alþingis. „Þetta var þrælskemmtilegur hjólatúr,“ segir Jón en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Ferðalagið hófst heima hjá Jóni við Palmetto-flóa í Miami í Flórídaríki og leiðin lá að kjörræðisskrifstofu Íslands á Pompano-ströndinni. „Leiðin var falleg og lá meðfram ströndinni mestalla leiðina. Þarna er mikið af veitingastöðum og skemmtilegt mannlíf,“ segir Jón. Ferðalagið hófst klukkan fjögur um morgun en Jón þurfti að leggja snemma af stað til þess að komast í tæka tíð á kjörræðisskrifstofuna. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hann var kominn heim tæpum tólf tímum eftir að hann lagði í hann. „Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og ég hvet alla til þess að fara og kjósa, burtséð frá því hvaða flokk fólk kýs,“ segir Jón og hlær. Jón vann það afrek síðasta sumar að hjóla strandvegi Íslands. Ferðalagið tók tæpar fjórar vikur og fór Jón um 125 kílómetra á dag. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég hjóla reglulega langar vegalengdir og nú þyrsti mig í slíkan hjólatúr. Ég ákvað því skella mér á hjólinu til þess að kjósa. Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann,“ segir Jón. Næst á dagskrá hjá Jóni er að synda í kringum Ísland. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann kveðst þó eiga eftir að spá aðeins betur í það.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Jón Eggert Guðmundsson, hjólagarpur og tölvunarfræðingur, hjólaði sem nemur um 200 kílómetrum til þess að kjósa til Alþingis. „Þetta var þrælskemmtilegur hjólatúr,“ segir Jón en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Ferðalagið hófst heima hjá Jóni við Palmetto-flóa í Miami í Flórídaríki og leiðin lá að kjörræðisskrifstofu Íslands á Pompano-ströndinni. „Leiðin var falleg og lá meðfram ströndinni mestalla leiðina. Þarna er mikið af veitingastöðum og skemmtilegt mannlíf,“ segir Jón. Ferðalagið hófst klukkan fjögur um morgun en Jón þurfti að leggja snemma af stað til þess að komast í tæka tíð á kjörræðisskrifstofuna. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hann var kominn heim tæpum tólf tímum eftir að hann lagði í hann. „Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og ég hvet alla til þess að fara og kjósa, burtséð frá því hvaða flokk fólk kýs,“ segir Jón og hlær. Jón vann það afrek síðasta sumar að hjóla strandvegi Íslands. Ferðalagið tók tæpar fjórar vikur og fór Jón um 125 kílómetra á dag. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég hjóla reglulega langar vegalengdir og nú þyrsti mig í slíkan hjólatúr. Ég ákvað því skella mér á hjólinu til þess að kjósa. Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann,“ segir Jón. Næst á dagskrá hjá Jóni er að synda í kringum Ísland. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann kveðst þó eiga eftir að spá aðeins betur í það.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira