Ríkasta prósentið jók eignahlut sinn um 49 milljarða á einu ári Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. október 2016 07:00 Eignaaukningu landsmanna má að stærstum hluta rekja til verðhækkana á fasteignamarkaði. vísir/anton brink Eignir ríkasta eina prósents landsmanna jukust um 49 milljarða milli áranna 2014 og 2015. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.Árni Páll Árnasonvísir/vilhelmMeðal þess sem má einnig lesa úr svarinu er að eignir ríkustu fimm prósentanna jukust um 125 milljarða á sama tímabili. Hlutfall þess sama hóps af heildareign allra landsmanna stóð í stað milli ára og er rúmt 31 prósent. Hópurinn sem samantektin miðast við samanstendur af einhleypum og hjónum en einstaklingar teljast sérstök fjölskylda frá sextán ára aldri. „Það sem vekur sérstaklega athygli mína er að við erum hægt og rólega að feta okkur í átt að misvæginu sem var hér rétt fyrir hrun,“ segir Árni Páll Árnason. Þingmaðurinn hefur lagt fram sambærilega fyrirspurn ár hvert síðastliðin þrjú ár. „Það er mikilvægt að hafa augun á þessari þróun stöðugt. Jöfnuður á ekki að vera umræðuefni í nokkra daga á ári rétt í kringum kosningar. Það er raunveruleg hætta á að þarna slitni í sundur aftur.“ Hann segir að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi aukið á ójöfnuðinn. „Skattbyrðin hefur lent á þeim sem minnst hafa og sértækar aðgerðir hafa sérstaklega nýst þeim sem mest eiga. Það blasir við að að öllu óbreyttu séum við að stefna í sama ástand og ríkti í aðdraganda hrunsins.“Bjarni Benediktssonvísir/stefán„Þegar horft er á skatttekjur eftir tekjutíundum er grundvallaratriði að átta sig á því hvort laun hafi hækkað. Ef þau hækka þá þyngist skattbyrðin. Hér hafa laun allra tekjutíunda hækkað gífurlega,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við verðum að muna að námsmenn, sumarstarfsmenn og fólk í hlutastarfi falla í neðstu tekjutíundirnar. Það er ekki eðlilegt að bera saman fólk í hlutastarfi saman við fólk í fullu starfi.“ Ráðherrann vísar meiningum Árna Páls, um að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst, á bug og bendir á skattalækkanir stjórnarinnar og niðurfellingu miðþreps tekjuskattsins. Fyrir langflesta hafi tekjuskattur lækkað um 3,3 prósentustig. „Maður með hálfa milljón í tekjur á mánuði stendur því uppi með 160 þúsund krónum meira í árslok en áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun þeirra ríku hækka hraðar Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Eignir ríkasta eina prósents landsmanna jukust um 49 milljarða milli áranna 2014 og 2015. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.Árni Páll Árnasonvísir/vilhelmMeðal þess sem má einnig lesa úr svarinu er að eignir ríkustu fimm prósentanna jukust um 125 milljarða á sama tímabili. Hlutfall þess sama hóps af heildareign allra landsmanna stóð í stað milli ára og er rúmt 31 prósent. Hópurinn sem samantektin miðast við samanstendur af einhleypum og hjónum en einstaklingar teljast sérstök fjölskylda frá sextán ára aldri. „Það sem vekur sérstaklega athygli mína er að við erum hægt og rólega að feta okkur í átt að misvæginu sem var hér rétt fyrir hrun,“ segir Árni Páll Árnason. Þingmaðurinn hefur lagt fram sambærilega fyrirspurn ár hvert síðastliðin þrjú ár. „Það er mikilvægt að hafa augun á þessari þróun stöðugt. Jöfnuður á ekki að vera umræðuefni í nokkra daga á ári rétt í kringum kosningar. Það er raunveruleg hætta á að þarna slitni í sundur aftur.“ Hann segir að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi aukið á ójöfnuðinn. „Skattbyrðin hefur lent á þeim sem minnst hafa og sértækar aðgerðir hafa sérstaklega nýst þeim sem mest eiga. Það blasir við að að öllu óbreyttu séum við að stefna í sama ástand og ríkti í aðdraganda hrunsins.“Bjarni Benediktssonvísir/stefán„Þegar horft er á skatttekjur eftir tekjutíundum er grundvallaratriði að átta sig á því hvort laun hafi hækkað. Ef þau hækka þá þyngist skattbyrðin. Hér hafa laun allra tekjutíunda hækkað gífurlega,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við verðum að muna að námsmenn, sumarstarfsmenn og fólk í hlutastarfi falla í neðstu tekjutíundirnar. Það er ekki eðlilegt að bera saman fólk í hlutastarfi saman við fólk í fullu starfi.“ Ráðherrann vísar meiningum Árna Páls, um að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst, á bug og bendir á skattalækkanir stjórnarinnar og niðurfellingu miðþreps tekjuskattsins. Fyrir langflesta hafi tekjuskattur lækkað um 3,3 prósentustig. „Maður með hálfa milljón í tekjur á mánuði stendur því uppi með 160 þúsund krónum meira í árslok en áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun þeirra ríku hækka hraðar Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Laun þeirra ríku hækka hraðar Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu. 10. október 2016 07:00