Hvernig má nýta betur fé til að byggja upp heilbrigðisþjónustuna? Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2016 00:00 Auka þarf framlög til heilbrigðisþjónustu og um leið þarf að nýta betur það fé sem þegar er varið til þjónustunnar. Tækifæri eru til að gera skýrari samninga um þjónustu sem ríkið kaupir af stofnunum og sérfræðingum og tryggja hagkvæmari nýtingu fjár. Nýleg dæmi um verulega háar upphæðir sem dregnar eru út úr rekstri heilbrigðisfyrirtækja eru sláandi og kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. Björt framtíð leggur áherslu á ábyrga ákvarðanatöku byggða á vandaðri áætlanagerð. Auka þarf eftirlit með ákveðnum þáttum þjónustunnar varðandi meðferð fjár og um hugsanlega ofnýtingu ákveðinnar heilbrigðisþjónustu samanber nýlegar fréttir og áætlun landlæknis um rannsókn á fjölda ákveðinna læknisaðgerða hér á landi miðað við önnur lönd. Björt framtíð telur brýnt að heilbrigðisþjónusta fylgi bestu leiðbeiningum og þekkingu og flokkurinn leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni.Þverfagleg samvinna Björt framtíð leggur áherslu á að haldið verið áfram uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Mikilvægur hluti uppbyggingar sjúkrahússins er stuðningur við starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks. Stærsti kostnaðarliður heilbrigðisstofnana er laun starfsfólks. Mikivægt er að tryggja fullnægjandi mannafla þjónustunnar, nýta sérþekkingu hverrar starfstéttar á markvissan hátt, draga úr kostnaði vegna yfirvinnu og standa vörð um heilsu, starfsgetu og starfsánægju allra starfsmanna. Árangursrík mannauðsstjórnun er mikilvægur liður í hagkvæmum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Með því að efla enn frekar þverfaglega samvinnu heilbrigðisstétta og endurskoða skipulag í takt við þróun þekkingar og sérhæfingu heilbrigðisstétta má auka starfsánægju, bæta gæði þjónustunnar og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu fjár.Fjölbreytt þjónusta heilsugæslu Um land allt blasir við að bæta þarf aðgengi einstaklinga að þverfaglegri heilsugæsluþjónustu. Með því að nýta betur þekkingu heilbrigðisstétta má bæta aðgengi og jafnvel stuðla að markvissari þjónustu t.d. varðandi sálræna þjónustu, stoðkerfisvanda, hreyfingu og heilnæma næringu. Fjarheilbrigðisþjónusta getur verið mjög hagkvæm viðbót við heilsugæsluþjónustu, bætt aðgengi og aukið öryggi íbúanna. Bætt aðgengi að heilsugæslu og heimaþjónustu kemur í veg fyrir að einstaklingar þurfi að leita dýrari úrræða. Til dæmis getur heimaþjónusta og endurhæfing aldraða eflt lífsgæði og dregið úr þörf fyrir þjónustu á hjúkrunarheimili.Forvarnir og snemmtæk íhlutun Með því að efla forvarnir t.d. í tengslum við lífsstílssjúkdóma má draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar og úr kostnaði einstaklinga t.d. vegna lyfjanotkunar og langvarandi heilsufarsvanda. Aukning sjúkdóma sem rekja má til lífsstíls, svo sem vegna mataræðis og hreyfingarleysis, getur haft í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklingana sjálfa. Mjög brýnt er að efla forvarnir og snemmtæka íhlutun og þannig draga úr þörf fyrir flókin úrræði og dýr lyf. Í Lyfjastefnu til ársins 2020 er m.a. fjallað um mikilvægi forvarna sem lið í því að minnka lyfjanotkun. Þar segir orðrétt: „Sem dæmi má nefna að ef tækist að fækka sjúklingum með sykursýki II um 10% (þ.e. um 1.500 sjúklinga) með hreyfingu og breyttu mataræði myndi beinn kostnaður lækka um 750 millj. kr. á ári. Svipuð dæmi er hægt að nefna um aðra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og þunglyndi. Á sama hátt er mikilvægt að draga úr tíðni stoðkerfisvanda og með því draga úr líkum á minnkaðri starfsgetu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið allt.Hvaðan getur féð komið? Sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum landsins þarf að renna í auknum mæli til þjóðarinnar og þar með til að mæta þörf hennar fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Hér er einkum átt við auðlindir sjávar, orku jarðarinnar og náttúruperlur landsins. Bætt skattheimta og eftirlit dregur úr skattaundanskotum sem nema hér á landi verulegum upphæðum sem nýtast munu til uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar. Björt framtíð leggur áherslu á heildræna nálgun og betri samþættingu heilbrigðisþjónustunnar. Þannig má auka skilvirkni og draga úr sóun. Vísbendingar eru um víða séu tækifæri til að einfalda skipulag heilbrigðisþjónustunnar og ná fram aukinni hagræðingu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Auka þarf framlög til heilbrigðisþjónustu og um leið þarf að nýta betur það fé sem þegar er varið til þjónustunnar. Tækifæri eru til að gera skýrari samninga um þjónustu sem ríkið kaupir af stofnunum og sérfræðingum og tryggja hagkvæmari nýtingu fjár. Nýleg dæmi um verulega háar upphæðir sem dregnar eru út úr rekstri heilbrigðisfyrirtækja eru sláandi og kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. Björt framtíð leggur áherslu á ábyrga ákvarðanatöku byggða á vandaðri áætlanagerð. Auka þarf eftirlit með ákveðnum þáttum þjónustunnar varðandi meðferð fjár og um hugsanlega ofnýtingu ákveðinnar heilbrigðisþjónustu samanber nýlegar fréttir og áætlun landlæknis um rannsókn á fjölda ákveðinna læknisaðgerða hér á landi miðað við önnur lönd. Björt framtíð telur brýnt að heilbrigðisþjónusta fylgi bestu leiðbeiningum og þekkingu og flokkurinn leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni.Þverfagleg samvinna Björt framtíð leggur áherslu á að haldið verið áfram uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Mikilvægur hluti uppbyggingar sjúkrahússins er stuðningur við starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks. Stærsti kostnaðarliður heilbrigðisstofnana er laun starfsfólks. Mikivægt er að tryggja fullnægjandi mannafla þjónustunnar, nýta sérþekkingu hverrar starfstéttar á markvissan hátt, draga úr kostnaði vegna yfirvinnu og standa vörð um heilsu, starfsgetu og starfsánægju allra starfsmanna. Árangursrík mannauðsstjórnun er mikilvægur liður í hagkvæmum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Með því að efla enn frekar þverfaglega samvinnu heilbrigðisstétta og endurskoða skipulag í takt við þróun þekkingar og sérhæfingu heilbrigðisstétta má auka starfsánægju, bæta gæði þjónustunnar og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu fjár.Fjölbreytt þjónusta heilsugæslu Um land allt blasir við að bæta þarf aðgengi einstaklinga að þverfaglegri heilsugæsluþjónustu. Með því að nýta betur þekkingu heilbrigðisstétta má bæta aðgengi og jafnvel stuðla að markvissari þjónustu t.d. varðandi sálræna þjónustu, stoðkerfisvanda, hreyfingu og heilnæma næringu. Fjarheilbrigðisþjónusta getur verið mjög hagkvæm viðbót við heilsugæsluþjónustu, bætt aðgengi og aukið öryggi íbúanna. Bætt aðgengi að heilsugæslu og heimaþjónustu kemur í veg fyrir að einstaklingar þurfi að leita dýrari úrræða. Til dæmis getur heimaþjónusta og endurhæfing aldraða eflt lífsgæði og dregið úr þörf fyrir þjónustu á hjúkrunarheimili.Forvarnir og snemmtæk íhlutun Með því að efla forvarnir t.d. í tengslum við lífsstílssjúkdóma má draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar og úr kostnaði einstaklinga t.d. vegna lyfjanotkunar og langvarandi heilsufarsvanda. Aukning sjúkdóma sem rekja má til lífsstíls, svo sem vegna mataræðis og hreyfingarleysis, getur haft í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklingana sjálfa. Mjög brýnt er að efla forvarnir og snemmtæka íhlutun og þannig draga úr þörf fyrir flókin úrræði og dýr lyf. Í Lyfjastefnu til ársins 2020 er m.a. fjallað um mikilvægi forvarna sem lið í því að minnka lyfjanotkun. Þar segir orðrétt: „Sem dæmi má nefna að ef tækist að fækka sjúklingum með sykursýki II um 10% (þ.e. um 1.500 sjúklinga) með hreyfingu og breyttu mataræði myndi beinn kostnaður lækka um 750 millj. kr. á ári. Svipuð dæmi er hægt að nefna um aðra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og þunglyndi. Á sama hátt er mikilvægt að draga úr tíðni stoðkerfisvanda og með því draga úr líkum á minnkaðri starfsgetu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið allt.Hvaðan getur féð komið? Sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum landsins þarf að renna í auknum mæli til þjóðarinnar og þar með til að mæta þörf hennar fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Hér er einkum átt við auðlindir sjávar, orku jarðarinnar og náttúruperlur landsins. Bætt skattheimta og eftirlit dregur úr skattaundanskotum sem nema hér á landi verulegum upphæðum sem nýtast munu til uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar. Björt framtíð leggur áherslu á heildræna nálgun og betri samþættingu heilbrigðisþjónustunnar. Þannig má auka skilvirkni og draga úr sóun. Vísbendingar eru um víða séu tækifæri til að einfalda skipulag heilbrigðisþjónustunnar og ná fram aukinni hagræðingu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun