Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2016 19:00 Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður. Kosningar 2016 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður.
Kosningar 2016 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent