Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Þorgeir Helgason skrifar 20. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís í fyrradag. Gunnar skipaði í stjórnina ellefu dögum áður en hann lætur af embætti ráðherra. Deginum áður en Gunnar Bragi tók við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dældi hann út skúffufé utanríkisráðuneytisins í styrki. Sunna, sem er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár. Viggó hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann er einnig varamaður stjórnar Kaupfélags Skagafjarðar. Þremur stjórnarmönnum var vikið úr stjórn kvöldið fyrir aðalfundinn en einn hætti af sjálfsdáðum. Hringt var í þau þar sem þeim var tilkynnt að þjónustu þeirra hjá Matís væri ekki óskað lengur. Rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunarfélag, hefur gengið vel og mikil kjölfesta verið hjá stjórninni, en fyrir aðalfundinn höfðu fjórir stjórnarmeðlimir starfað í stjórninni frá stofnun félagsins árið 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fer með eignarhlut ríkissjóðs í félaginu og ákveður skipan stjórnarinnar en Matís er eina opinbera hlutafélagið sem lýtur ekki yfirstjórn fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins höfðu þeir þrír stjórnarmenn sem vikið var úr starfi, Arnar Bjarnason hagfræðingur, Friðrik Friðriksson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Matís, og Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir og forstjóri ÍSAM, haft hug á því að starfa áfram fyrir félagið. Arnar hafði starfað hjá Matís í eitt ár en Bergþóra, sem skipuð var í stjórn Matís af Sigurði Inga Jóhannessyni forsætisráðherra, í rúm tvö ár. Ásamt Sunnu og Viggó tóku Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, og Bergþór Ólason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, við störfum hjá Matís í fyrradag. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson við gerð fréttarinnar þar sem hann var á kosningaferðalagi um Skagafjörð. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. 19. október 2016 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís í fyrradag. Gunnar skipaði í stjórnina ellefu dögum áður en hann lætur af embætti ráðherra. Deginum áður en Gunnar Bragi tók við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dældi hann út skúffufé utanríkisráðuneytisins í styrki. Sunna, sem er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár. Viggó hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann er einnig varamaður stjórnar Kaupfélags Skagafjarðar. Þremur stjórnarmönnum var vikið úr stjórn kvöldið fyrir aðalfundinn en einn hætti af sjálfsdáðum. Hringt var í þau þar sem þeim var tilkynnt að þjónustu þeirra hjá Matís væri ekki óskað lengur. Rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunarfélag, hefur gengið vel og mikil kjölfesta verið hjá stjórninni, en fyrir aðalfundinn höfðu fjórir stjórnarmeðlimir starfað í stjórninni frá stofnun félagsins árið 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fer með eignarhlut ríkissjóðs í félaginu og ákveður skipan stjórnarinnar en Matís er eina opinbera hlutafélagið sem lýtur ekki yfirstjórn fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins höfðu þeir þrír stjórnarmenn sem vikið var úr starfi, Arnar Bjarnason hagfræðingur, Friðrik Friðriksson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Matís, og Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir og forstjóri ÍSAM, haft hug á því að starfa áfram fyrir félagið. Arnar hafði starfað hjá Matís í eitt ár en Bergþóra, sem skipuð var í stjórn Matís af Sigurði Inga Jóhannessyni forsætisráðherra, í rúm tvö ár. Ásamt Sunnu og Viggó tóku Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, og Bergþór Ólason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, við störfum hjá Matís í fyrradag. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson við gerð fréttarinnar þar sem hann var á kosningaferðalagi um Skagafjörð. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. 19. október 2016 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. 19. október 2016 07:00