Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Þorgeir Helgason skrifar 20. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís í fyrradag. Gunnar skipaði í stjórnina ellefu dögum áður en hann lætur af embætti ráðherra. Deginum áður en Gunnar Bragi tók við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dældi hann út skúffufé utanríkisráðuneytisins í styrki. Sunna, sem er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár. Viggó hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann er einnig varamaður stjórnar Kaupfélags Skagafjarðar. Þremur stjórnarmönnum var vikið úr stjórn kvöldið fyrir aðalfundinn en einn hætti af sjálfsdáðum. Hringt var í þau þar sem þeim var tilkynnt að þjónustu þeirra hjá Matís væri ekki óskað lengur. Rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunarfélag, hefur gengið vel og mikil kjölfesta verið hjá stjórninni, en fyrir aðalfundinn höfðu fjórir stjórnarmeðlimir starfað í stjórninni frá stofnun félagsins árið 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fer með eignarhlut ríkissjóðs í félaginu og ákveður skipan stjórnarinnar en Matís er eina opinbera hlutafélagið sem lýtur ekki yfirstjórn fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins höfðu þeir þrír stjórnarmenn sem vikið var úr starfi, Arnar Bjarnason hagfræðingur, Friðrik Friðriksson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Matís, og Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir og forstjóri ÍSAM, haft hug á því að starfa áfram fyrir félagið. Arnar hafði starfað hjá Matís í eitt ár en Bergþóra, sem skipuð var í stjórn Matís af Sigurði Inga Jóhannessyni forsætisráðherra, í rúm tvö ár. Ásamt Sunnu og Viggó tóku Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, og Bergþór Ólason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, við störfum hjá Matís í fyrradag. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson við gerð fréttarinnar þar sem hann var á kosningaferðalagi um Skagafjörð. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. 19. október 2016 07:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís í fyrradag. Gunnar skipaði í stjórnina ellefu dögum áður en hann lætur af embætti ráðherra. Deginum áður en Gunnar Bragi tók við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dældi hann út skúffufé utanríkisráðuneytisins í styrki. Sunna, sem er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár. Viggó hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann er einnig varamaður stjórnar Kaupfélags Skagafjarðar. Þremur stjórnarmönnum var vikið úr stjórn kvöldið fyrir aðalfundinn en einn hætti af sjálfsdáðum. Hringt var í þau þar sem þeim var tilkynnt að þjónustu þeirra hjá Matís væri ekki óskað lengur. Rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunarfélag, hefur gengið vel og mikil kjölfesta verið hjá stjórninni, en fyrir aðalfundinn höfðu fjórir stjórnarmeðlimir starfað í stjórninni frá stofnun félagsins árið 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fer með eignarhlut ríkissjóðs í félaginu og ákveður skipan stjórnarinnar en Matís er eina opinbera hlutafélagið sem lýtur ekki yfirstjórn fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins höfðu þeir þrír stjórnarmenn sem vikið var úr starfi, Arnar Bjarnason hagfræðingur, Friðrik Friðriksson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Matís, og Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir og forstjóri ÍSAM, haft hug á því að starfa áfram fyrir félagið. Arnar hafði starfað hjá Matís í eitt ár en Bergþóra, sem skipuð var í stjórn Matís af Sigurði Inga Jóhannessyni forsætisráðherra, í rúm tvö ár. Ásamt Sunnu og Viggó tóku Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, og Bergþór Ólason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, við störfum hjá Matís í fyrradag. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson við gerð fréttarinnar þar sem hann var á kosningaferðalagi um Skagafjörð. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. 19. október 2016 07:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. 19. október 2016 07:00