Þúsund Skagamenn vinna á Grundartanga og í Reykjavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2016 07:00 Íbúar á Ísafirði sem ætla að leggja fyrir sig háskólanám þurfa að flytjast úr heimabyggð. vísir/pjetur Norðvesturkjördæmis eru átta. Kjördæmið varð eitt af höfuðvígjum Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar er flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing, Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn, VG einn og Samfylkingin einn. Það eru helst bættar samgöngur og fjölbreyttara atvinnulíf sem viðmælendur Fréttablaðsins telja að ættu að vera aðaláherslumál fyrir kosningarnar. Og ekki verður annað sagt en að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi sýnt kjördæminu áhuga. Í það minnsta hluta þess.Hálfdán Óskarsson, ÍsfirðingurSkipuð var nefnd um fjölgun starfa í kjördæminu undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði. Tillögurnar fólu í sér að 130 opinber störf yrðu til í landshlutanum, langflest í Skagafirði. Þetta átti einkum að nást með flutningi starfa frá höfuðborgarsvæðinu, til dæmis flutningi verkefna Landhelgisgæslunnar. Hálfdan Óskarsson, íbúi á Ísafirði og einn eigenda mjólkurvinnslunnar Örnu, segir vanta meiri langtímastefnumótun á svæðinu. „Mér finnst það alltaf vera einhverjar skammtímalausnir, til að redda öllu,“ segir hann. Hálfdan segir skorta meiri fjölbreytni í atvinnulífið á Vestfjörðum og hefur áhyggjur af hækkandi lífaldri íbúa á svæðinu. „Við erum að missa allt unga fólkið í burtu frá okkur og það kemur ekki til baka aftur. Við, þessi gömlu, verðum ein eftir,“ segir hann. Hálfdan segist sjálfur eiga fjóra krakka og þau hafi öll farið annað í skóla. Hálfdan viðurkennir að það sé ekki vinsælt að tala um fjölgun háskóla nú um stundir. „En ég held að það sé grunnurinn í þessu, að ungt fólk fái tækifæri til að klára sína menntun á svæðinu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóriHálfdan kveðst sáttur við menntastofnanirnar á Ísafirði, eins langt og þær nái. „En það er bara menntaskóli og svo er það búið.“ Stærsta sveitarfélagið í kjördæminu er Akranes með um sjö þúsund íbúa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að um eitt þúsund manns aki á morgnana til vinnu, á Grundartanga eða til höfuðborgarinnar. Brýnasta hagsmunamálið sé samgöngur til og frá höfuðborginni.Norðvesturkjördæmi í hnotskurn„Við erum með það mikinn fjölda af íbúum sem fer daglega á milli í vinnu og við viljum að hraðar verði farið í breikkun Vesturlandsvegar,“ segir Regína. Til útskýringar bendir Regína á að nýlega hafi Alþingi samþykkt að 700 milljónir króna yrðu settar í 1?+?2 veg á árinu 2018. Heildarframkvæmdum verði ekki lokið fyrr en árið 2025 og það sé of seint. Einnig segir Regína mikilvægt að farið verði að ræða önnur samgöngumannvirki af alvöru, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Norðvesturkjördæmis eru átta. Kjördæmið varð eitt af höfuðvígjum Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar er flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing, Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn, VG einn og Samfylkingin einn. Það eru helst bættar samgöngur og fjölbreyttara atvinnulíf sem viðmælendur Fréttablaðsins telja að ættu að vera aðaláherslumál fyrir kosningarnar. Og ekki verður annað sagt en að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi sýnt kjördæminu áhuga. Í það minnsta hluta þess.Hálfdán Óskarsson, ÍsfirðingurSkipuð var nefnd um fjölgun starfa í kjördæminu undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði. Tillögurnar fólu í sér að 130 opinber störf yrðu til í landshlutanum, langflest í Skagafirði. Þetta átti einkum að nást með flutningi starfa frá höfuðborgarsvæðinu, til dæmis flutningi verkefna Landhelgisgæslunnar. Hálfdan Óskarsson, íbúi á Ísafirði og einn eigenda mjólkurvinnslunnar Örnu, segir vanta meiri langtímastefnumótun á svæðinu. „Mér finnst það alltaf vera einhverjar skammtímalausnir, til að redda öllu,“ segir hann. Hálfdan segir skorta meiri fjölbreytni í atvinnulífið á Vestfjörðum og hefur áhyggjur af hækkandi lífaldri íbúa á svæðinu. „Við erum að missa allt unga fólkið í burtu frá okkur og það kemur ekki til baka aftur. Við, þessi gömlu, verðum ein eftir,“ segir hann. Hálfdan segist sjálfur eiga fjóra krakka og þau hafi öll farið annað í skóla. Hálfdan viðurkennir að það sé ekki vinsælt að tala um fjölgun háskóla nú um stundir. „En ég held að það sé grunnurinn í þessu, að ungt fólk fái tækifæri til að klára sína menntun á svæðinu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóriHálfdan kveðst sáttur við menntastofnanirnar á Ísafirði, eins langt og þær nái. „En það er bara menntaskóli og svo er það búið.“ Stærsta sveitarfélagið í kjördæminu er Akranes með um sjö þúsund íbúa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að um eitt þúsund manns aki á morgnana til vinnu, á Grundartanga eða til höfuðborgarinnar. Brýnasta hagsmunamálið sé samgöngur til og frá höfuðborginni.Norðvesturkjördæmi í hnotskurn„Við erum með það mikinn fjölda af íbúum sem fer daglega á milli í vinnu og við viljum að hraðar verði farið í breikkun Vesturlandsvegar,“ segir Regína. Til útskýringar bendir Regína á að nýlega hafi Alþingi samþykkt að 700 milljónir króna yrðu settar í 1?+?2 veg á árinu 2018. Heildarframkvæmdum verði ekki lokið fyrr en árið 2025 og það sé of seint. Einnig segir Regína mikilvægt að farið verði að ræða önnur samgöngumannvirki af alvöru, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira