Helgi segir kjósendur ekki hafa verið að hafna málflutningi Íslensku þjóðfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 00:41 Helgi Helgason, formaður Íslenku þjóðfylkingarinnar. Vísir Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08
Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46
Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07
Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03