Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2016 00:01 Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. vísir/hanna „Hættum að leita skýringa á óförum okkar. Við höfum eytt of miklum krafti í það síðustu vikur og mánuði,“ sagði Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á kosningavöku flokksins á Bergsson mathúsi á Granda, eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. Samfylkingin mælist með 6,2 prósent samkvæmt nýjustu tölum og nær þannig einungis tveimur mönnum inn á þing, en Oddný er þar með talin. Oddný sagði að þrátt fyrir það megi flokksmenn vera stoltir af stefnu Samfylkingarinnar. „Við erum auðvitað með frábæra frambjóðendur og ég vil bara segja það að mér finnst þeir bera af öðrum frambjóðendum, það er auðvitað engin spurning. Þeir hafa borið uppi stefnuna okkar fallegu og góðu og þó illa hafi verið, við vitum reyndar ekki hver staðan verður, en hún er að minnsta kosti ekki jafn góð og hún ætti að vera – er viðunandi í Norðaustur allavega,“ sagði hún. „Ég vil bara segja eitt. Samfylkingin var stofnuð í kringum stóra, fallega hugsjón. Hún er ekki farin frá okkur. Og kosningabaráttan var að mörgu leyti erfið, en hvað gerðuð þið? Þið hélduð baráttuandanum allan tímann og baráttu gleðinni sem skiptir svo miklu máli.“ Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við á kosningavökunni og tók myndirnar að neðan. Kosningar 2016 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
„Hættum að leita skýringa á óförum okkar. Við höfum eytt of miklum krafti í það síðustu vikur og mánuði,“ sagði Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á kosningavöku flokksins á Bergsson mathúsi á Granda, eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. Samfylkingin mælist með 6,2 prósent samkvæmt nýjustu tölum og nær þannig einungis tveimur mönnum inn á þing, en Oddný er þar með talin. Oddný sagði að þrátt fyrir það megi flokksmenn vera stoltir af stefnu Samfylkingarinnar. „Við erum auðvitað með frábæra frambjóðendur og ég vil bara segja það að mér finnst þeir bera af öðrum frambjóðendum, það er auðvitað engin spurning. Þeir hafa borið uppi stefnuna okkar fallegu og góðu og þó illa hafi verið, við vitum reyndar ekki hver staðan verður, en hún er að minnsta kosti ekki jafn góð og hún ætti að vera – er viðunandi í Norðaustur allavega,“ sagði hún. „Ég vil bara segja eitt. Samfylkingin var stofnuð í kringum stóra, fallega hugsjón. Hún er ekki farin frá okkur. Og kosningabaráttan var að mörgu leyti erfið, en hvað gerðuð þið? Þið hélduð baráttuandanum allan tímann og baráttu gleðinni sem skiptir svo miklu máli.“ Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við á kosningavökunni og tók myndirnar að neðan.
Kosningar 2016 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira