Lilja um Trump: „Við skulum sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 14:55 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi kosið breytingar í nótt. Henni hugnast ekki orðræða Donalds Trump en of snemmt sé að segja hvernig forseti hann muni verða. Hún segir að íslenska utanríkisráðuneytið sé byrjað að skoða hvernig kjör nýs Bandaríkjaforseta gæti haft áhrif á Ísland og íslenska hagsmuni. Það sé þó of snemmt að koma með yfirlýsingar um hvernig orðræða hans í kosningabaráttunni muni endurspeglast í raunverulegum stefnumálum. „Samstarf okkar við Bandaríkin skiptir okkur mjög miklu máli. Það er erfitt að ráða í stefnu hans en sumt af henni hefur ekki verið listað upp. Hins vegar hefur hann auðvitað haft ákveðin orð um Atlantshafsbandalagið og það að framlög ríkja til bandalagsins verði jafnari en nú hefur verið. Við horfum til þess og erum að meta hvaða áhrif þetta hefur á bandalagið,“ segir Lilja.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti BandaríkjannaLilja bendir á að á sínum hafi verið uppi efasemdir um Ronald Reagan þegar hann var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þær áhyggjur hafi ekki verið á rökum reistar. Hún segir að sér hugnist ekki sú orðræða sem Trump hefur haft í kosningabaráttunni þar sem hann hefur meðal annars talað niðrandi um konur, múslima og Mexíkóa. Það sé þó mikilvægt að sjá hvernig hann hagi sér sem forseti. „Okkur hugnast að sjálfsögðu ekki sú orðræða, það gefur auga leið. Við skulum samt sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta og hvort að þessi orðræða breytist ekki töluvert á þeirri vegferð.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi kosið breytingar í nótt. Henni hugnast ekki orðræða Donalds Trump en of snemmt sé að segja hvernig forseti hann muni verða. Hún segir að íslenska utanríkisráðuneytið sé byrjað að skoða hvernig kjör nýs Bandaríkjaforseta gæti haft áhrif á Ísland og íslenska hagsmuni. Það sé þó of snemmt að koma með yfirlýsingar um hvernig orðræða hans í kosningabaráttunni muni endurspeglast í raunverulegum stefnumálum. „Samstarf okkar við Bandaríkin skiptir okkur mjög miklu máli. Það er erfitt að ráða í stefnu hans en sumt af henni hefur ekki verið listað upp. Hins vegar hefur hann auðvitað haft ákveðin orð um Atlantshafsbandalagið og það að framlög ríkja til bandalagsins verði jafnari en nú hefur verið. Við horfum til þess og erum að meta hvaða áhrif þetta hefur á bandalagið,“ segir Lilja.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti BandaríkjannaLilja bendir á að á sínum hafi verið uppi efasemdir um Ronald Reagan þegar hann var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þær áhyggjur hafi ekki verið á rökum reistar. Hún segir að sér hugnist ekki sú orðræða sem Trump hefur haft í kosningabaráttunni þar sem hann hefur meðal annars talað niðrandi um konur, múslima og Mexíkóa. Það sé þó mikilvægt að sjá hvernig hann hagi sér sem forseti. „Okkur hugnast að sjálfsögðu ekki sú orðræða, það gefur auga leið. Við skulum samt sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta og hvort að þessi orðræða breytist ekki töluvert á þeirri vegferð.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20
Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50