Lilja um Trump: „Við skulum sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 14:55 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi kosið breytingar í nótt. Henni hugnast ekki orðræða Donalds Trump en of snemmt sé að segja hvernig forseti hann muni verða. Hún segir að íslenska utanríkisráðuneytið sé byrjað að skoða hvernig kjör nýs Bandaríkjaforseta gæti haft áhrif á Ísland og íslenska hagsmuni. Það sé þó of snemmt að koma með yfirlýsingar um hvernig orðræða hans í kosningabaráttunni muni endurspeglast í raunverulegum stefnumálum. „Samstarf okkar við Bandaríkin skiptir okkur mjög miklu máli. Það er erfitt að ráða í stefnu hans en sumt af henni hefur ekki verið listað upp. Hins vegar hefur hann auðvitað haft ákveðin orð um Atlantshafsbandalagið og það að framlög ríkja til bandalagsins verði jafnari en nú hefur verið. Við horfum til þess og erum að meta hvaða áhrif þetta hefur á bandalagið,“ segir Lilja.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti BandaríkjannaLilja bendir á að á sínum hafi verið uppi efasemdir um Ronald Reagan þegar hann var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þær áhyggjur hafi ekki verið á rökum reistar. Hún segir að sér hugnist ekki sú orðræða sem Trump hefur haft í kosningabaráttunni þar sem hann hefur meðal annars talað niðrandi um konur, múslima og Mexíkóa. Það sé þó mikilvægt að sjá hvernig hann hagi sér sem forseti. „Okkur hugnast að sjálfsögðu ekki sú orðræða, það gefur auga leið. Við skulum samt sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta og hvort að þessi orðræða breytist ekki töluvert á þeirri vegferð.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi kosið breytingar í nótt. Henni hugnast ekki orðræða Donalds Trump en of snemmt sé að segja hvernig forseti hann muni verða. Hún segir að íslenska utanríkisráðuneytið sé byrjað að skoða hvernig kjör nýs Bandaríkjaforseta gæti haft áhrif á Ísland og íslenska hagsmuni. Það sé þó of snemmt að koma með yfirlýsingar um hvernig orðræða hans í kosningabaráttunni muni endurspeglast í raunverulegum stefnumálum. „Samstarf okkar við Bandaríkin skiptir okkur mjög miklu máli. Það er erfitt að ráða í stefnu hans en sumt af henni hefur ekki verið listað upp. Hins vegar hefur hann auðvitað haft ákveðin orð um Atlantshafsbandalagið og það að framlög ríkja til bandalagsins verði jafnari en nú hefur verið. Við horfum til þess og erum að meta hvaða áhrif þetta hefur á bandalagið,“ segir Lilja.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti BandaríkjannaLilja bendir á að á sínum hafi verið uppi efasemdir um Ronald Reagan þegar hann var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þær áhyggjur hafi ekki verið á rökum reistar. Hún segir að sér hugnist ekki sú orðræða sem Trump hefur haft í kosningabaráttunni þar sem hann hefur meðal annars talað niðrandi um konur, múslima og Mexíkóa. Það sé þó mikilvægt að sjá hvernig hann hagi sér sem forseti. „Okkur hugnast að sjálfsögðu ekki sú orðræða, það gefur auga leið. Við skulum samt sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta og hvort að þessi orðræða breytist ekki töluvert á þeirri vegferð.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20
Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50