Grindavík vann Stjörnuna, 86-82, í 32 liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta sem voru nokkuð óvænt úrslit enda Garðbæingar á toppnum í Domino's-deildinni með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.
Dramatíkin var mikil í Röstinni í Grindavík því Lewis Clinch skoraði þriggja stiga körfu af löngu færi þegar nokkrar sekúndur voru eftir og kom heimamönnum í 85-82. Það var í raun sigurkarfa leiksins en hún hefði ekki átt að standa.
Ólafur Ólafsson gerði frábærlega í að stela boltanum eftir mislukkaða sendingu Tómasar Heiðars Tómassonar en Ólafur steig út af vellinum þegar hann gaf boltann á Clinch og fékk skráða stoðsendingu. Þar átti Stjarnan að fá boltann aftur og fá annað tækifæri til að skora sigurkörfuna.
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sá þegar Ólafur steig út af og mótmælti harkalega við dómarana. Það skilaði honum bara tæknivillu og vítaskoti fyrir Grindavík sem Ólafur sjálfur tók, skoraði úr og kláraði leikinn endanlega, 86-82.
Atvikið má sjá hér að ofan
Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn



Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


Fleiri fréttir
