Gunnar Nelson byrjaður að æfa aftur og vill mæta Dong snemma á næsta ári Tómas Þór Þóraðrson skrifar 7. nóvember 2016 08:30 Gunnar Nelson er byrjaður að æfa á ný. vísir/getty Ökklameiðslin sem héldu Gunnari Nelson frá því að berjast í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night-bardagakvöldi í Belfast 19. þessa mánaðar eru ekki alvarleg að sögn þjálfara hans, Johns Kavanagh. Í viðtali við bardagafréttasíðuna MMAJunkie segir írski MMA-þjálfarinn að Gunnar sé nú þegar mættur aftur til æfinga en hann meiddist illa á sýningaræfingu þegar hann var að kynna bardagann gegn Dong á Írlandi í síðasta mánuði.Sjá einnig:Gunnar Nelson: „Ég var alveg niðurbrotinn“ Þrátt fyrir að Gunnar sé ekki búinn að fá grænt ljós frá læknum að byrja að æfa á fullu segir Kavanagh að hann nálgist sitt besta stand og geti því líklega barist aftur fyrr heldur en seinna.„Hann er sama og byrjaður að æfa aftur,“ segir Kavanagh í viðtali þar sem hann kynnir bók sína Win og Learn. „Tímasetningin var bara þannig að hann gat ekki undirbúið sig fyrir bardaga gegn jafnöflugum andstæðingin og Dong er. Þetta snerist bara um tímasetninguna.“ Kavanagh segir að það styttist í að Gunnar verði 100 prósent heill og að þeir vonist til að hann fái að berjast snemma á árinu 2017. Enn fremur vilja þeir helst að UFC haldi sig við bardagann sem þurfti að aflýsa en Gunnar er áhugasamur um að mæta Dong sem er í áttunda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar. „Hann er nánast alveg klár og byrjaður að æfa. Ég er að vonast eftir því að UFC setji bardagann á dagskrá snemma á árinu 2017 en við þurfum að bíða eftir þeirra úrskurði um þetta,“ segir John Kavanagh. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: „Ég var alveg niðurbrotinn“ UFC staðfesti í gær að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast í næsta mánuði en hann er meiddur á ökkla. 26. október 2016 06:00 Gunnar Nelson biðst afsökunar: „Ég sný fljótlega aftur og betri en nokkru sinni fyrr“ Bardagakappinn þurfti að hætta við aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember í Belfast vegna meiðsla. 25. október 2016 15:30 UFC staðfestir að Gunnar mun ekki berjast í Belfast Það er nú endanlega orðið ljóst að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. 25. október 2016 09:21 Sjáðu þegar Gunnar Nelson meiddist í Dyflinni | Myndband Gunnar Nelson getur ekki barist í Belfast 19. nóvember gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim vegna meiðsla. 25. október 2016 16:00 Gunnar mun ekki berjast í Belfast Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson og Dong Hyun Kim í Belfast þar sem Gunnar okkar er meiddur. 21. október 2016 22:26 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Ökklameiðslin sem héldu Gunnari Nelson frá því að berjast í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night-bardagakvöldi í Belfast 19. þessa mánaðar eru ekki alvarleg að sögn þjálfara hans, Johns Kavanagh. Í viðtali við bardagafréttasíðuna MMAJunkie segir írski MMA-þjálfarinn að Gunnar sé nú þegar mættur aftur til æfinga en hann meiddist illa á sýningaræfingu þegar hann var að kynna bardagann gegn Dong á Írlandi í síðasta mánuði.Sjá einnig:Gunnar Nelson: „Ég var alveg niðurbrotinn“ Þrátt fyrir að Gunnar sé ekki búinn að fá grænt ljós frá læknum að byrja að æfa á fullu segir Kavanagh að hann nálgist sitt besta stand og geti því líklega barist aftur fyrr heldur en seinna.„Hann er sama og byrjaður að æfa aftur,“ segir Kavanagh í viðtali þar sem hann kynnir bók sína Win og Learn. „Tímasetningin var bara þannig að hann gat ekki undirbúið sig fyrir bardaga gegn jafnöflugum andstæðingin og Dong er. Þetta snerist bara um tímasetninguna.“ Kavanagh segir að það styttist í að Gunnar verði 100 prósent heill og að þeir vonist til að hann fái að berjast snemma á árinu 2017. Enn fremur vilja þeir helst að UFC haldi sig við bardagann sem þurfti að aflýsa en Gunnar er áhugasamur um að mæta Dong sem er í áttunda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar. „Hann er nánast alveg klár og byrjaður að æfa. Ég er að vonast eftir því að UFC setji bardagann á dagskrá snemma á árinu 2017 en við þurfum að bíða eftir þeirra úrskurði um þetta,“ segir John Kavanagh.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: „Ég var alveg niðurbrotinn“ UFC staðfesti í gær að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast í næsta mánuði en hann er meiddur á ökkla. 26. október 2016 06:00 Gunnar Nelson biðst afsökunar: „Ég sný fljótlega aftur og betri en nokkru sinni fyrr“ Bardagakappinn þurfti að hætta við aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember í Belfast vegna meiðsla. 25. október 2016 15:30 UFC staðfestir að Gunnar mun ekki berjast í Belfast Það er nú endanlega orðið ljóst að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. 25. október 2016 09:21 Sjáðu þegar Gunnar Nelson meiddist í Dyflinni | Myndband Gunnar Nelson getur ekki barist í Belfast 19. nóvember gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim vegna meiðsla. 25. október 2016 16:00 Gunnar mun ekki berjast í Belfast Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson og Dong Hyun Kim í Belfast þar sem Gunnar okkar er meiddur. 21. október 2016 22:26 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Gunnar Nelson: „Ég var alveg niðurbrotinn“ UFC staðfesti í gær að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast í næsta mánuði en hann er meiddur á ökkla. 26. október 2016 06:00
Gunnar Nelson biðst afsökunar: „Ég sný fljótlega aftur og betri en nokkru sinni fyrr“ Bardagakappinn þurfti að hætta við aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember í Belfast vegna meiðsla. 25. október 2016 15:30
UFC staðfestir að Gunnar mun ekki berjast í Belfast Það er nú endanlega orðið ljóst að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. 25. október 2016 09:21
Sjáðu þegar Gunnar Nelson meiddist í Dyflinni | Myndband Gunnar Nelson getur ekki barist í Belfast 19. nóvember gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim vegna meiðsla. 25. október 2016 16:00
Gunnar mun ekki berjast í Belfast Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson og Dong Hyun Kim í Belfast þar sem Gunnar okkar er meiddur. 21. október 2016 22:26