Steph Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, hafði leikið 157 leiki í röð þar sem hann setti niður þriggja stiga körfu þar til kom að óvæntu tapi Warriors gegn Lakers í nótt.
Curry sem hefur á þessum tíma verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (e. MVP) í tvígang og tætt í sig gömul met í þriggja stiga skotum.
Curry tók alls tíu skot fyrir aftan þriggja stiga línuna í gær en honum tókst ekki að nýta eitt þeirra.
Ef leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eru teknir með inn í myndina var Curry búinn að hitta úr þriggja stiga skoti í 196 leikjum.
Var það 11. nóvember árið 2014 þegar Curry mistókst síðast að setja niður þriggja stiga skot þar til kom að leiknum í dag.
157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

