Bjarni segir ekkert útilokað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2016 18:25 Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. Lítið hefur breyst í afstöðu forystumanna stjórnmálaflokkanna til samstarfs um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, með þeim í gær og í fyrradag. Þingflokkur Viðreisnar kom saman á þinghúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. Aðspurður um hvort að Viðreisn og Björt framtíð hafi það í hendi sér hvaða ríkisstjórn verði mynduð segist Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ekkert þora að segja um það. „Það er eins og komið hefur fram er auðvitað breitt bil á milli margra annarra. Þannig að það gæti verið að það væri álitlegt að mynda ríkisstjórn með þessum flokkum tveimur já. Vonandi,“ segir Benedikt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekkert hafa fundað með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna í dag. „Það er bara ekkert títt hjá okkur. Við í VG erum bara að nota þennan dag til að fara yfir uppgjör á kosningabaráttu og það eru engir fundir í gangi,“ segir Katrín. Síðdegis fundaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með þingflokki sínum í Valhöll. Formaðurinn og þingmenn flokksins notuðu fundinn til að bera saman bækur sínar. Aðspurður um það hvort Bjarni sjá fyrir sér að ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar segir hann það í sjálfu sér ekkert líklegra en annað. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka. Ég átti mjög góðan fund bæði með framsóknarmönnum og Katrínu Jakobsdóttur og það er rétt að þar ber töluvert í milli í pólitískri hugmyndafræði en ég hef ekki lokað fyrir neinn möguleika enn þá. Enn hins vegar tel ég að bæði ég og þessir formenn, þessir þingflokkar, þurfi innan fárra sólarhringa að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta reyna á frekara samtal,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann vill þó ekkert gefa upp um hvaða formenn hann hefur rætt við í dag. „Ég á ekki von á að þetta verði mjög tíðindamikil helgi en þeim mun meira kannski hugsað,“segir Bjarni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira