Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Svavar Gestsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra með meiru, er formaður Félags fyrrverandi alþingismanna. vísir/valli „Ég tel þetta fráleitt og að það eigi að taka það upp og endurskoða,“ segir Svavar Gestsson, formaður Félags fyrrverandi alþingismanna, um nýja ákvörðun kjararáðs varðandi laun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna. Þeir sem gegndu fyrrnefndum störfum fram að lagabreytingu sem gerð var í apríl 2009 þiggja eftirlaun úr ríkissjóði sem miðast við laun eftirmanna þeirra. Þannig hækka til dæmis eftirlaun fyrrverandi þingmanna nú um 44 prósent ofan á eftirlaunin eins og þau voru orðin með sjö prósent hækkun sem kjararáð ákvað í júní. Eftirlaunin eru misjöfn eftir því hversu lengi viðkomandi gegndi þingmennsku.Svavar segir að Alþingi geti einfaldlega breytt ákvörðun kjararáðs. „Alþingi ræður á Íslandi,“ svarar ráðherrann fyrrverandi aðspurður hvort það sé á valdi þingmanna að taka fram fyrir hendur kjararáðs. „Það er auðvitað alveg óþolandi þegar svona stofnanir eru aftur og aftur að úrskurða launakjör alþingismanna – sem verða auðvitað að hafa laun – þannig að það verði allt vitlaust í þjóðfélaginu,“ segir Svavar og gagnrýnir tímasetninguna beint ofan í kjördag. „Það er svo andstyggilegur svipur yfir þessu að það bara gengur ekki – það er svo einfalt mál.“ Ekki fengust upplýsingar í gær frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um það hversu margir einstaklingar fái nú eftirlaun sem þingmenn og ráðherrar á grundvelli launa starfandi þingmanna og ráðherra. Heldur ekki um hvaða áhrif ákvörðun kjararáðs hefur á útgreiðslu til þessa hóps. Á vefsíðu Alþingis kemur hins vegar fram að um 150 séu í Félagi fyrrverandi alþingismanna. Svavar Gestsson segir það ekki tæmandi tölu því ekki séu allir fyrrverandi þingmenn í félaginu auk þess sem inni í þeirri tölu sé enginn þeirra sem voru að hætta á þingi um helgina. Svavar segir Félag fyrrverandi alþingismanna ekki munu tjá sig um ákvörðun kjararáðs. Félagið geri ekki annað en að fara í eitt ferðalag árlega. „Það er enginn sem getur gert neitt í þessu nema Alþingi,“ undirstrikar hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
„Ég tel þetta fráleitt og að það eigi að taka það upp og endurskoða,“ segir Svavar Gestsson, formaður Félags fyrrverandi alþingismanna, um nýja ákvörðun kjararáðs varðandi laun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna. Þeir sem gegndu fyrrnefndum störfum fram að lagabreytingu sem gerð var í apríl 2009 þiggja eftirlaun úr ríkissjóði sem miðast við laun eftirmanna þeirra. Þannig hækka til dæmis eftirlaun fyrrverandi þingmanna nú um 44 prósent ofan á eftirlaunin eins og þau voru orðin með sjö prósent hækkun sem kjararáð ákvað í júní. Eftirlaunin eru misjöfn eftir því hversu lengi viðkomandi gegndi þingmennsku.Svavar segir að Alþingi geti einfaldlega breytt ákvörðun kjararáðs. „Alþingi ræður á Íslandi,“ svarar ráðherrann fyrrverandi aðspurður hvort það sé á valdi þingmanna að taka fram fyrir hendur kjararáðs. „Það er auðvitað alveg óþolandi þegar svona stofnanir eru aftur og aftur að úrskurða launakjör alþingismanna – sem verða auðvitað að hafa laun – þannig að það verði allt vitlaust í þjóðfélaginu,“ segir Svavar og gagnrýnir tímasetninguna beint ofan í kjördag. „Það er svo andstyggilegur svipur yfir þessu að það bara gengur ekki – það er svo einfalt mál.“ Ekki fengust upplýsingar í gær frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um það hversu margir einstaklingar fái nú eftirlaun sem þingmenn og ráðherrar á grundvelli launa starfandi þingmanna og ráðherra. Heldur ekki um hvaða áhrif ákvörðun kjararáðs hefur á útgreiðslu til þessa hóps. Á vefsíðu Alþingis kemur hins vegar fram að um 150 séu í Félagi fyrrverandi alþingismanna. Svavar Gestsson segir það ekki tæmandi tölu því ekki séu allir fyrrverandi þingmenn í félaginu auk þess sem inni í þeirri tölu sé enginn þeirra sem voru að hætta á þingi um helgina. Svavar segir Félag fyrrverandi alþingismanna ekki munu tjá sig um ákvörðun kjararáðs. Félagið geri ekki annað en að fara í eitt ferðalag árlega. „Það er enginn sem getur gert neitt í þessu nema Alþingi,“ undirstrikar hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira