Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Svavar Gestsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra með meiru, er formaður Félags fyrrverandi alþingismanna. vísir/valli „Ég tel þetta fráleitt og að það eigi að taka það upp og endurskoða,“ segir Svavar Gestsson, formaður Félags fyrrverandi alþingismanna, um nýja ákvörðun kjararáðs varðandi laun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna. Þeir sem gegndu fyrrnefndum störfum fram að lagabreytingu sem gerð var í apríl 2009 þiggja eftirlaun úr ríkissjóði sem miðast við laun eftirmanna þeirra. Þannig hækka til dæmis eftirlaun fyrrverandi þingmanna nú um 44 prósent ofan á eftirlaunin eins og þau voru orðin með sjö prósent hækkun sem kjararáð ákvað í júní. Eftirlaunin eru misjöfn eftir því hversu lengi viðkomandi gegndi þingmennsku.Svavar segir að Alþingi geti einfaldlega breytt ákvörðun kjararáðs. „Alþingi ræður á Íslandi,“ svarar ráðherrann fyrrverandi aðspurður hvort það sé á valdi þingmanna að taka fram fyrir hendur kjararáðs. „Það er auðvitað alveg óþolandi þegar svona stofnanir eru aftur og aftur að úrskurða launakjör alþingismanna – sem verða auðvitað að hafa laun – þannig að það verði allt vitlaust í þjóðfélaginu,“ segir Svavar og gagnrýnir tímasetninguna beint ofan í kjördag. „Það er svo andstyggilegur svipur yfir þessu að það bara gengur ekki – það er svo einfalt mál.“ Ekki fengust upplýsingar í gær frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um það hversu margir einstaklingar fái nú eftirlaun sem þingmenn og ráðherrar á grundvelli launa starfandi þingmanna og ráðherra. Heldur ekki um hvaða áhrif ákvörðun kjararáðs hefur á útgreiðslu til þessa hóps. Á vefsíðu Alþingis kemur hins vegar fram að um 150 séu í Félagi fyrrverandi alþingismanna. Svavar Gestsson segir það ekki tæmandi tölu því ekki séu allir fyrrverandi þingmenn í félaginu auk þess sem inni í þeirri tölu sé enginn þeirra sem voru að hætta á þingi um helgina. Svavar segir Félag fyrrverandi alþingismanna ekki munu tjá sig um ákvörðun kjararáðs. Félagið geri ekki annað en að fara í eitt ferðalag árlega. „Það er enginn sem getur gert neitt í þessu nema Alþingi,“ undirstrikar hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Ég tel þetta fráleitt og að það eigi að taka það upp og endurskoða,“ segir Svavar Gestsson, formaður Félags fyrrverandi alþingismanna, um nýja ákvörðun kjararáðs varðandi laun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna. Þeir sem gegndu fyrrnefndum störfum fram að lagabreytingu sem gerð var í apríl 2009 þiggja eftirlaun úr ríkissjóði sem miðast við laun eftirmanna þeirra. Þannig hækka til dæmis eftirlaun fyrrverandi þingmanna nú um 44 prósent ofan á eftirlaunin eins og þau voru orðin með sjö prósent hækkun sem kjararáð ákvað í júní. Eftirlaunin eru misjöfn eftir því hversu lengi viðkomandi gegndi þingmennsku.Svavar segir að Alþingi geti einfaldlega breytt ákvörðun kjararáðs. „Alþingi ræður á Íslandi,“ svarar ráðherrann fyrrverandi aðspurður hvort það sé á valdi þingmanna að taka fram fyrir hendur kjararáðs. „Það er auðvitað alveg óþolandi þegar svona stofnanir eru aftur og aftur að úrskurða launakjör alþingismanna – sem verða auðvitað að hafa laun – þannig að það verði allt vitlaust í þjóðfélaginu,“ segir Svavar og gagnrýnir tímasetninguna beint ofan í kjördag. „Það er svo andstyggilegur svipur yfir þessu að það bara gengur ekki – það er svo einfalt mál.“ Ekki fengust upplýsingar í gær frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um það hversu margir einstaklingar fái nú eftirlaun sem þingmenn og ráðherrar á grundvelli launa starfandi þingmanna og ráðherra. Heldur ekki um hvaða áhrif ákvörðun kjararáðs hefur á útgreiðslu til þessa hóps. Á vefsíðu Alþingis kemur hins vegar fram að um 150 séu í Félagi fyrrverandi alþingismanna. Svavar Gestsson segir það ekki tæmandi tölu því ekki séu allir fyrrverandi þingmenn í félaginu auk þess sem inni í þeirri tölu sé enginn þeirra sem voru að hætta á þingi um helgina. Svavar segir Félag fyrrverandi alþingismanna ekki munu tjá sig um ákvörðun kjararáðs. Félagið geri ekki annað en að fara í eitt ferðalag árlega. „Það er enginn sem getur gert neitt í þessu nema Alþingi,“ undirstrikar hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira