Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Árni Sæberg skrifar 24. nóvember 2025 12:15 Þórarinn Hjartarsom heldur úti hlaðvarpinu Einni pælingu, sem hann telur alls ekki vera fjölmiðil. Vísir/Anton Brink Þórarinn Hjartarson, sem heldur úti hlaðvarpinu Einni pælingu, skilur ekkert í kröfu Fjölmiðlanefndar um að hann skrái hlaðvarpið sem fjölmiðil. Hann telur hlaðvarpið ekkert eiga skylt við starfsemi fjölmiðla, enda sé miklu frekar um upplesna skoðanapistla að ræða en fréttir. Í rúm sex ár hefur stjórnmálafræðingurinn og hnefaleikaþjálfarinn Þórarinn Hjartarson boðið til sín fólki úr ýmsum krókum og kimum samfélagsins og tekið við þau viðtöl á dýptina, án lengdartakmarkana. Viðtölin hafa gjarnan vakið mikla athygli en ætli hápunktinum hafi ekki verið náð árið 2024 þegar Kristrún Frostadóttir ræddi útlendingamál við Þórarinn á hispurslausan hátt. Hafði samband að fyrrabragði Þórarinn segir í samtali við Vísi að nú sé svo komið að Fjölmiðlanefnd telji að hann þurfi að skrá hlaðvarpið á lista nefndarinnar yfir fjölmiðla, þvert á vilja hans. Aðdragandinn að því hafi verið að honum hafi dottið í hug að athuga hvort hann gæti fengið tíðni úthlutað til þess að útvarpa „skoðanapistlum á hljóðformi.“ Hann hafi haft samband við Fjarskiptastofu, sem hafi bent honum á að hafa samband við Fjölmiðlanefnd. Handahófskennt Fjölmiðlanefnd hafi svarað erindi hans og tjáð honum að til þess að fá tíðni þyrfti hann að fá leyfi nefndarinnar til hljóð- og myndmiðlunar. Það væri mat nefndarinnar að skrá beri starfsemina hjá nefndinni, óháð því hvort sótt er um leyfi eða ekki. Ein pæling innihéldi ritstýrt efni sem væri reglulega miðlað til almennings í þeim tilgangi að fræða og skemmta. Ekki yrði annað séð en að af starfseminni væri fjárhagslegur ávinningur, enda væri þar að finna viðskiptaboð og auglýsingar. „Þannig að þeir eru að segja að ég verði að skrá mig, óháð því hvort ég ætli á tíðni eða ekki. Þetta er rosalega handahófskennt.“ Hvorki blaða- né fjölmiðlamaður Þórarinn segist hafa svarað Fjölmiðlanefnd og lýst sig ósammála mati nefndarinnar. Ein pæling sé ekki fjölmiðill, hlaðvarpið lúti ekki ritstjórn og engin slík starfsemi sé skráð hjá félaginu sem heldur utan um rekstur hlaðvarpsins. „Þetta er tilgreint oft í mánuði í þáttum hlaðvarpsins, sem eru upplesnir skoðanapistlar eða viðtöl þar sem skoðanir stjórnanda koma fram í samtölum við aðra. Þáttastjórnandi starfar hvorki sem blaða- né fjölmiðlamaður og hefur aldrei gert. Hins vegar skilgreinir hann sjálfan sig sem álitsgjafa, enda er um skoðanapistla að ræða í flestum tilvikum. Þórarinn Hjartarson og Ein pæling lúta engri ritstjórn svo að skilyrði til að kalla sig fjölmiðil samkvæmt fjölmiðlalögum eru ekki uppfyllt. Því er ekki tækt að hlaðvarpið sé fjölmiðill.“ Skilur ekki af hverju Komið gott, Páll Vilhjálmsson og Stefán Ólafsson sleppa Þórarinn segist telja mjög handahófskennt hverjir hafa verið krafðir um að skrá sig á lista Fjölmiðlanefndar yfir fjölmiðla. Mörg stærstu hlaðvörpin sé hvergi að finna á listanum. Þá segir hann óljóst í fjölmiðlalögum hvað þurfi til til þess að opinber tjáning teljist fjölmiðlum. „Er það Facebook eða Páll Vilhjálmsson punkur komm, eða hvað sem það heitir nú? Ég hreinlega skil þetta ekki. Þó að ég sé ekki eins og þeir, þá er ég töluvert líkari Páli Vilhjálmssyni eða Stefáni Ólafssyni í því að skrifa pistla. Ég er bara að koma mínum sjónarmiðum á framfæri.“ Ekki að ræða það að hann sæki um styrkinn Þá segir hann sæta furðu að Fjölmiðlanefnd eyði púðri í að eltast við stjórnendur hlaðvarpa á sama tíma og hefðbundnir fjölmiðlar berjast í bökkum. „Að reyna að samþætta það hvað ég er og þið á Vísi, til dæmis, eruð. Við erum ekki það sama og það er mjög gott fyrir ykkur að þið séuð ekki slegnir saman við mína starfsemi. Ég er bara lobbíisti eigin sjónarmiða. Ég er ekki í þessu til að fjölmiðla efni, ég er bara að koma mínum skoðunum á framfæri.“ Langar þig ekki að skrá þig og reyna að fá fjölmiðlastyrkinn? „Ekki að ræða það. Í fyrsta lagi þá mun ég aldrei skrá mig upp á prinsippið og í öðru lagi er ég ekki með nægilega víðtæka starfsemi til að geta komist á þann stað.“ Allt að tíu milljóna króna sekt og refsing Í svari Fjölmiðlanefndar við fyrirspurn Vísis segir að nefndin haldi ekki sérstaklega utan um það hversu mörg hlaðvörp eru á skrá nefndarinnar yfir fjölmiðla, hversu mörg hlaðvörp hafi verið krafin um slíka skráningu né hversu margir stjórnendur hlaðvarpa hafa neitað að verða við slíkri kröfu. Nefndin bendir á tvö álit og eina ákvörðun nefndarinnar í málum þriggja hlaðvarpa, sem talin voru hafa brotið gegn skráningarskyldu sinni. Þau eru Dr. Football og Steve dagskrá, sem nú eru á skrá yfir fjölmiðla og FantasyGandalf/The Mike Show, sem hefur verið lagt af. Þá segir að samkvæmt lögum um fjölmiðla leggi Fjölmiðlanefnd stjórnvaldssektir á fjölmiðlaveitur sé brotið gegn ákvæði laganna um að skráningarskyld starfsemi fari ekki fram án tilkynningar. Samkvæmt lögunum geti sektir numið allt að tíu milljónum króna. Við ákvörðun sektar skuli meðal annars tekið tillit til alvarleika brots og tekna fjölmiðlaveitu af broti þegar það á við. Þó megi falla frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki sé Fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar. Brot gegn skráningarskyldunni geti jafnframt varðað refsingu ef sakir eru miklar. Þórarinn segir að ef til sektar eða dagsekta kæmi væri Einni pælingu sjálfhætt, enda hafi hann allavega fyrstu fjögur árin haldið hlaðvarpinu úti í sjálfboðavinnu og hann hefði aðeins á síðustu tveimur árum eða svo haft nokkrar tekjur af því. Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Í rúm sex ár hefur stjórnmálafræðingurinn og hnefaleikaþjálfarinn Þórarinn Hjartarson boðið til sín fólki úr ýmsum krókum og kimum samfélagsins og tekið við þau viðtöl á dýptina, án lengdartakmarkana. Viðtölin hafa gjarnan vakið mikla athygli en ætli hápunktinum hafi ekki verið náð árið 2024 þegar Kristrún Frostadóttir ræddi útlendingamál við Þórarinn á hispurslausan hátt. Hafði samband að fyrrabragði Þórarinn segir í samtali við Vísi að nú sé svo komið að Fjölmiðlanefnd telji að hann þurfi að skrá hlaðvarpið á lista nefndarinnar yfir fjölmiðla, þvert á vilja hans. Aðdragandinn að því hafi verið að honum hafi dottið í hug að athuga hvort hann gæti fengið tíðni úthlutað til þess að útvarpa „skoðanapistlum á hljóðformi.“ Hann hafi haft samband við Fjarskiptastofu, sem hafi bent honum á að hafa samband við Fjölmiðlanefnd. Handahófskennt Fjölmiðlanefnd hafi svarað erindi hans og tjáð honum að til þess að fá tíðni þyrfti hann að fá leyfi nefndarinnar til hljóð- og myndmiðlunar. Það væri mat nefndarinnar að skrá beri starfsemina hjá nefndinni, óháð því hvort sótt er um leyfi eða ekki. Ein pæling innihéldi ritstýrt efni sem væri reglulega miðlað til almennings í þeim tilgangi að fræða og skemmta. Ekki yrði annað séð en að af starfseminni væri fjárhagslegur ávinningur, enda væri þar að finna viðskiptaboð og auglýsingar. „Þannig að þeir eru að segja að ég verði að skrá mig, óháð því hvort ég ætli á tíðni eða ekki. Þetta er rosalega handahófskennt.“ Hvorki blaða- né fjölmiðlamaður Þórarinn segist hafa svarað Fjölmiðlanefnd og lýst sig ósammála mati nefndarinnar. Ein pæling sé ekki fjölmiðill, hlaðvarpið lúti ekki ritstjórn og engin slík starfsemi sé skráð hjá félaginu sem heldur utan um rekstur hlaðvarpsins. „Þetta er tilgreint oft í mánuði í þáttum hlaðvarpsins, sem eru upplesnir skoðanapistlar eða viðtöl þar sem skoðanir stjórnanda koma fram í samtölum við aðra. Þáttastjórnandi starfar hvorki sem blaða- né fjölmiðlamaður og hefur aldrei gert. Hins vegar skilgreinir hann sjálfan sig sem álitsgjafa, enda er um skoðanapistla að ræða í flestum tilvikum. Þórarinn Hjartarson og Ein pæling lúta engri ritstjórn svo að skilyrði til að kalla sig fjölmiðil samkvæmt fjölmiðlalögum eru ekki uppfyllt. Því er ekki tækt að hlaðvarpið sé fjölmiðill.“ Skilur ekki af hverju Komið gott, Páll Vilhjálmsson og Stefán Ólafsson sleppa Þórarinn segist telja mjög handahófskennt hverjir hafa verið krafðir um að skrá sig á lista Fjölmiðlanefndar yfir fjölmiðla. Mörg stærstu hlaðvörpin sé hvergi að finna á listanum. Þá segir hann óljóst í fjölmiðlalögum hvað þurfi til til þess að opinber tjáning teljist fjölmiðlum. „Er það Facebook eða Páll Vilhjálmsson punkur komm, eða hvað sem það heitir nú? Ég hreinlega skil þetta ekki. Þó að ég sé ekki eins og þeir, þá er ég töluvert líkari Páli Vilhjálmssyni eða Stefáni Ólafssyni í því að skrifa pistla. Ég er bara að koma mínum sjónarmiðum á framfæri.“ Ekki að ræða það að hann sæki um styrkinn Þá segir hann sæta furðu að Fjölmiðlanefnd eyði púðri í að eltast við stjórnendur hlaðvarpa á sama tíma og hefðbundnir fjölmiðlar berjast í bökkum. „Að reyna að samþætta það hvað ég er og þið á Vísi, til dæmis, eruð. Við erum ekki það sama og það er mjög gott fyrir ykkur að þið séuð ekki slegnir saman við mína starfsemi. Ég er bara lobbíisti eigin sjónarmiða. Ég er ekki í þessu til að fjölmiðla efni, ég er bara að koma mínum skoðunum á framfæri.“ Langar þig ekki að skrá þig og reyna að fá fjölmiðlastyrkinn? „Ekki að ræða það. Í fyrsta lagi þá mun ég aldrei skrá mig upp á prinsippið og í öðru lagi er ég ekki með nægilega víðtæka starfsemi til að geta komist á þann stað.“ Allt að tíu milljóna króna sekt og refsing Í svari Fjölmiðlanefndar við fyrirspurn Vísis segir að nefndin haldi ekki sérstaklega utan um það hversu mörg hlaðvörp eru á skrá nefndarinnar yfir fjölmiðla, hversu mörg hlaðvörp hafi verið krafin um slíka skráningu né hversu margir stjórnendur hlaðvarpa hafa neitað að verða við slíkri kröfu. Nefndin bendir á tvö álit og eina ákvörðun nefndarinnar í málum þriggja hlaðvarpa, sem talin voru hafa brotið gegn skráningarskyldu sinni. Þau eru Dr. Football og Steve dagskrá, sem nú eru á skrá yfir fjölmiðla og FantasyGandalf/The Mike Show, sem hefur verið lagt af. Þá segir að samkvæmt lögum um fjölmiðla leggi Fjölmiðlanefnd stjórnvaldssektir á fjölmiðlaveitur sé brotið gegn ákvæði laganna um að skráningarskyld starfsemi fari ekki fram án tilkynningar. Samkvæmt lögunum geti sektir numið allt að tíu milljónum króna. Við ákvörðun sektar skuli meðal annars tekið tillit til alvarleika brots og tekna fjölmiðlaveitu af broti þegar það á við. Þó megi falla frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki sé Fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar. Brot gegn skráningarskyldunni geti jafnframt varðað refsingu ef sakir eru miklar. Þórarinn segir að ef til sektar eða dagsekta kæmi væri Einni pælingu sjálfhætt, enda hafi hann allavega fyrstu fjögur árin haldið hlaðvarpinu úti í sjálfboðavinnu og hann hefði aðeins á síðustu tveimur árum eða svo haft nokkrar tekjur af því.
Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira