Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki. Vísir/Anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, er að einangra sig frá öðrum þingmönnum flokksins og hugnast ekki að vinna með Sigurði Inga og öðrum þingmönnum í sátt. Þetta segja heimildarmenn Fréttablaðsins innan Framsóknarflokksins. Þá er einnig sagt að stefni í að hann verði einangraður á þinginu almennt, þar muni hann fáa bandamenn eiga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigmundur Davíð héldi því fram að undir hans forystu hefði flokkurinn getað náð allt að 19 prósenta fylgi í nýafstöðnum kosningum í stað þeirra 11,5 prósenta sem flokkurinn uppskar. Hann hafi verið búinn að leggja drög að öflugri kosningabaráttu en innbyrðis átök hafi skemmt fyrir. Sigmundur Davíð tapaði hins vegar formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson fyrr í haust. Ekki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar en þegar hann mætti á Bessastaði í gær til að ræða stjórnarmyndun við Guðna Th. Jóhannesson forseta sagði hann: „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því.“ Sömu heimildarmenn eru einróma á því að vangaveltur Sigmundar Davíðs um hugsanlega niðurstöðu séu „út í hött“. Það sjáist einna best á því að flokkurinn hafi fengið 20 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi, sem Sigmundur Davíð leiddi, samanborið við 34,6 prósenta fylgi árið 2013. Önnur vísbending er útstrikanir, en fréttastofa greindi frá því í gær að áberandi meira hefði verið um útstrikanir í kjördæminu en vanalega, þá helst á lista Framsóknar. Í samtali við fréttastofu sagði Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, að einn maður hefði verið strikaður meira út en aðrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má leiða líkur að því að sá maður sé Sigmundur Davíð. Þá herma heimildir Fréttablaðsins einnig að Gunnar Bragi muni hugsanlega einangra sig með Sigmundi Davíð og verða hans helsti, og mögulega eini, bandamaður. Gunnar bragi studdi Sigmund Davíð í formannskosningunum og sagði framboð Sigurðar Inga ekki til eftirbreytni. Það bryti gegn hefðum flokksins. Andrúmsloftið og stemningin innan þingflokks Framsóknar á komandi kjörtímabili er sagt verða eitrað vegna viðmóts Sigmundar Davíðs. Jafnframt er það sagt gera flokkinn óstjórntækan þar sem hann muni ekki þykja nægilega stöðugur. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, er að einangra sig frá öðrum þingmönnum flokksins og hugnast ekki að vinna með Sigurði Inga og öðrum þingmönnum í sátt. Þetta segja heimildarmenn Fréttablaðsins innan Framsóknarflokksins. Þá er einnig sagt að stefni í að hann verði einangraður á þinginu almennt, þar muni hann fáa bandamenn eiga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigmundur Davíð héldi því fram að undir hans forystu hefði flokkurinn getað náð allt að 19 prósenta fylgi í nýafstöðnum kosningum í stað þeirra 11,5 prósenta sem flokkurinn uppskar. Hann hafi verið búinn að leggja drög að öflugri kosningabaráttu en innbyrðis átök hafi skemmt fyrir. Sigmundur Davíð tapaði hins vegar formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson fyrr í haust. Ekki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar en þegar hann mætti á Bessastaði í gær til að ræða stjórnarmyndun við Guðna Th. Jóhannesson forseta sagði hann: „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því.“ Sömu heimildarmenn eru einróma á því að vangaveltur Sigmundar Davíðs um hugsanlega niðurstöðu séu „út í hött“. Það sjáist einna best á því að flokkurinn hafi fengið 20 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi, sem Sigmundur Davíð leiddi, samanborið við 34,6 prósenta fylgi árið 2013. Önnur vísbending er útstrikanir, en fréttastofa greindi frá því í gær að áberandi meira hefði verið um útstrikanir í kjördæminu en vanalega, þá helst á lista Framsóknar. Í samtali við fréttastofu sagði Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, að einn maður hefði verið strikaður meira út en aðrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má leiða líkur að því að sá maður sé Sigmundur Davíð. Þá herma heimildir Fréttablaðsins einnig að Gunnar Bragi muni hugsanlega einangra sig með Sigmundi Davíð og verða hans helsti, og mögulega eini, bandamaður. Gunnar bragi studdi Sigmund Davíð í formannskosningunum og sagði framboð Sigurðar Inga ekki til eftirbreytni. Það bryti gegn hefðum flokksins. Andrúmsloftið og stemningin innan þingflokks Framsóknar á komandi kjörtímabili er sagt verða eitrað vegna viðmóts Sigmundar Davíðs. Jafnframt er það sagt gera flokkinn óstjórntækan þar sem hann muni ekki þykja nægilega stöðugur. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46
Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55
Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00