Hinsta kveðja Cohens Snærós Sindradóttir skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Leonard Cohen á sínu síðasta tónleikaferðalagi í Valensía á Spáni. vísir/epa „Jæja Marianne, þá er komið að því að við erum orðin svo gömul að líkamar okkar láta undan, og ég held að ég muni fylgja þér mjög bráðlega. Vittu til að ég er rétt á eftir þér og ef þú teygir út höndina held ég að þú náir mér.“ Þessi hógværu en undurfögru orð sendi Leonard Cohen í bréfi til músu sinnar og fyrrverandi ástkonu Marianne Ihlen í júlí síðastliðnum. Hans hinsta kveðja á dánarbeði hennar. „Þú veist að ég hef alltaf elskað þig fyrir fegurð þína og visku, en ég þarf ekki að tala meira um það því auðvitað veistu það. Mig langar að óska þér góðrar ferðar. Vertu sæl, gamli vinur. Endalaus ást, sjáumst á förnum vegi.“ Þremur mánuðum og tveimur vikum síðar hefur hann lagt í ferðalagið á eftir henni, ljóðskáldið og tónskáldið sem hefur snert svo marga. Cohen er þriðji tónlistarmaðurinn, af þessum virkilega stóru, sem hefur dáið á árinu. Fyrst fóru David Bowie og Prince. Þrefaldur harmdauði fyrir heimsbyggðina. Leonard Cohen var 82 ára gamall og það var í ljósi þess sem ég leitaði að tónleikamiðum þann fyrsta þessa mánaðar, í þeirri veiku von að ég gæti kannski boðið pabba á Cohen og við feðginin séð stjörnuna áður en hans síðasti sjens rynni upp. En þá var það orðið of seint.Marienne Ihlen, sonur hennar Axel Jensen og Leonard Cohen á grísku eyjunnu Hýdru þar sem þau kynntust.nordicphotso/gettyTrúin alltumlykjandiLeonard Cohen fæddist í Montreal í Kanada árið 1934. Afi hans var rabbíi og stofnandi kanadíska gyðingasöfnuðsins. Cohen hefur sjálfur sagst hafa fengið mjög trúarlegt uppeldi og verið sagt að hann væri beinn afkomandi Arons, spámanns gyðinga. Söngvum hans hefur enda verið líkt við bænir. Djúp röddin sem tónar lögin, ýmist ástarlög, lög losta, eða texta þrungna pólitískri meiningu – stundum allt í senn – með mjög sterkri nærveru söngvarans; ekki ósvipað rödd prests sem berst fram steinsteypta kirkjubyggingu. Eins og köld forsæla kirkjunnar eftir sjóðheitan sólardag við Miðjarðarhafið. Bakraddirnar raula bjarta tóna eins og barnakór. Það tók Cohen fimm ár að koma einu af hans þekktustu lögum, Hallelujah, saman. Hann laug því að Bob Dylan að lagasmíðin hefði aðeins tekið tvö ár. Lagið er fullt tilvísana til Biblíunnar en er á sama tíma lostafullt. Sagan segir að Cohen hafi skrifað áttatíu drög að laginu og að endingu setið fáklæddur á hótelherbergi í New York og barið höfðinu í gólfið.„Well your faith was strong but you needed proofYou saw her bathing on the roofHer beauty and the moonlight overthrew yaShe tied you to her kitchen chairAnd she broke your throne and she cut your hairAnd from your lips she drew the Hallelujah“Leonard Cohen í London sumarið 1974. Skömmu síðar gaf hann út plötuna New skin for the old ceremony sem meðal annars innihélt lagið Chelsea hotel #2 og Who by fire.NordicPhotos/GettyKvennagullið Cohen„Hvað veldur því að konur hafa verið svona blíðar við þig, af hverju vilja þær sýna þér nekt sína?“ spurði sænski blaðamaðurinn Stína Dabrowski í viðtali árið 2001. „Ja, ég er ekki eini karlmaðurinn sem hefur reynslu af því. Þetta er það sem gengur á milli karla og kvenna. Ég vona að ég sé ekki að segja þér nein tíðindi, Stína,“ svaraði Cohen kíminn. Konur eru gullni þráðurinn í gegnum feril Cohens. Karlmenn sem taka viðtöl við skáldið sjá þessa kvenhylli í hillingum en konur virðast vera þeirrar skoðunar að hann skilji þær í öðrum hæðum en aðrir karlmenn. Marianne lýsti fyrsta skiptinu sem hún hitti Cohen á grísku eyjunni Hýdru í viðtali við blaðamanni Kari Hesthamar árið 2005. „Það var eins og hann hefði strax alveg ótrúlega samúð með mér og barninu mínu. Ég man vel eftir því þegar augu okkar mættust fyrst ,hvernig ég fann það í gegnum allan líkamann. Þú veist hvernig það er. Það er ótrúleg tilfinning.“ Konurnar í lífi Cohen hafa samt fengið að kynnast því að hann var þeim ótrúr, eða kannski voru lögmálin önnur og frjálslyndið meira hjá hópnum sem lifði og hrærðist í kringum Hótel Chelsea í New York á sjöunda áratugnum. Það er að minnsta kosti ýmislegt sem bendir til þess í texta lagsins Chelsea Hotel #2 þar sem Cohen lýsir skyndikynnum með söngkonunni Janis Joplin„You were talking so brave and so sweet,Giving me head on the unmade bed,While the limousines wait in the street.“Fyrsta lagið sem ég heyrði með Cohen var lagið I’m your man. Líklega hef ég verið tólf ára og það var eins og það dýpkaði skilning minn á einhverju sem er í ljósárafjarlægð frá börnum á þessum aldri. Það er eiginlega hægt að segja að texti Leonards Cohen hafi sett upp staðalinn fyrir öll ástarsambönd sem eftir áttu að koma. Fyrir það er ég afskaplega þakklát.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Jæja Marianne, þá er komið að því að við erum orðin svo gömul að líkamar okkar láta undan, og ég held að ég muni fylgja þér mjög bráðlega. Vittu til að ég er rétt á eftir þér og ef þú teygir út höndina held ég að þú náir mér.“ Þessi hógværu en undurfögru orð sendi Leonard Cohen í bréfi til músu sinnar og fyrrverandi ástkonu Marianne Ihlen í júlí síðastliðnum. Hans hinsta kveðja á dánarbeði hennar. „Þú veist að ég hef alltaf elskað þig fyrir fegurð þína og visku, en ég þarf ekki að tala meira um það því auðvitað veistu það. Mig langar að óska þér góðrar ferðar. Vertu sæl, gamli vinur. Endalaus ást, sjáumst á förnum vegi.“ Þremur mánuðum og tveimur vikum síðar hefur hann lagt í ferðalagið á eftir henni, ljóðskáldið og tónskáldið sem hefur snert svo marga. Cohen er þriðji tónlistarmaðurinn, af þessum virkilega stóru, sem hefur dáið á árinu. Fyrst fóru David Bowie og Prince. Þrefaldur harmdauði fyrir heimsbyggðina. Leonard Cohen var 82 ára gamall og það var í ljósi þess sem ég leitaði að tónleikamiðum þann fyrsta þessa mánaðar, í þeirri veiku von að ég gæti kannski boðið pabba á Cohen og við feðginin séð stjörnuna áður en hans síðasti sjens rynni upp. En þá var það orðið of seint.Marienne Ihlen, sonur hennar Axel Jensen og Leonard Cohen á grísku eyjunnu Hýdru þar sem þau kynntust.nordicphotso/gettyTrúin alltumlykjandiLeonard Cohen fæddist í Montreal í Kanada árið 1934. Afi hans var rabbíi og stofnandi kanadíska gyðingasöfnuðsins. Cohen hefur sjálfur sagst hafa fengið mjög trúarlegt uppeldi og verið sagt að hann væri beinn afkomandi Arons, spámanns gyðinga. Söngvum hans hefur enda verið líkt við bænir. Djúp röddin sem tónar lögin, ýmist ástarlög, lög losta, eða texta þrungna pólitískri meiningu – stundum allt í senn – með mjög sterkri nærveru söngvarans; ekki ósvipað rödd prests sem berst fram steinsteypta kirkjubyggingu. Eins og köld forsæla kirkjunnar eftir sjóðheitan sólardag við Miðjarðarhafið. Bakraddirnar raula bjarta tóna eins og barnakór. Það tók Cohen fimm ár að koma einu af hans þekktustu lögum, Hallelujah, saman. Hann laug því að Bob Dylan að lagasmíðin hefði aðeins tekið tvö ár. Lagið er fullt tilvísana til Biblíunnar en er á sama tíma lostafullt. Sagan segir að Cohen hafi skrifað áttatíu drög að laginu og að endingu setið fáklæddur á hótelherbergi í New York og barið höfðinu í gólfið.„Well your faith was strong but you needed proofYou saw her bathing on the roofHer beauty and the moonlight overthrew yaShe tied you to her kitchen chairAnd she broke your throne and she cut your hairAnd from your lips she drew the Hallelujah“Leonard Cohen í London sumarið 1974. Skömmu síðar gaf hann út plötuna New skin for the old ceremony sem meðal annars innihélt lagið Chelsea hotel #2 og Who by fire.NordicPhotos/GettyKvennagullið Cohen„Hvað veldur því að konur hafa verið svona blíðar við þig, af hverju vilja þær sýna þér nekt sína?“ spurði sænski blaðamaðurinn Stína Dabrowski í viðtali árið 2001. „Ja, ég er ekki eini karlmaðurinn sem hefur reynslu af því. Þetta er það sem gengur á milli karla og kvenna. Ég vona að ég sé ekki að segja þér nein tíðindi, Stína,“ svaraði Cohen kíminn. Konur eru gullni þráðurinn í gegnum feril Cohens. Karlmenn sem taka viðtöl við skáldið sjá þessa kvenhylli í hillingum en konur virðast vera þeirrar skoðunar að hann skilji þær í öðrum hæðum en aðrir karlmenn. Marianne lýsti fyrsta skiptinu sem hún hitti Cohen á grísku eyjunni Hýdru í viðtali við blaðamanni Kari Hesthamar árið 2005. „Það var eins og hann hefði strax alveg ótrúlega samúð með mér og barninu mínu. Ég man vel eftir því þegar augu okkar mættust fyrst ,hvernig ég fann það í gegnum allan líkamann. Þú veist hvernig það er. Það er ótrúleg tilfinning.“ Konurnar í lífi Cohen hafa samt fengið að kynnast því að hann var þeim ótrúr, eða kannski voru lögmálin önnur og frjálslyndið meira hjá hópnum sem lifði og hrærðist í kringum Hótel Chelsea í New York á sjöunda áratugnum. Það er að minnsta kosti ýmislegt sem bendir til þess í texta lagsins Chelsea Hotel #2 þar sem Cohen lýsir skyndikynnum með söngkonunni Janis Joplin„You were talking so brave and so sweet,Giving me head on the unmade bed,While the limousines wait in the street.“Fyrsta lagið sem ég heyrði með Cohen var lagið I’m your man. Líklega hef ég verið tólf ára og það var eins og það dýpkaði skilning minn á einhverju sem er í ljósárafjarlægð frá börnum á þessum aldri. Það er eiginlega hægt að segja að texti Leonards Cohen hafi sett upp staðalinn fyrir öll ástarsambönd sem eftir áttu að koma. Fyrir það er ég afskaplega þakklát.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira