Risatónleikar með Rammstein í Kórnum á næsta ári Benedikt Bóas skrifar 22. nóvember 2016 17:15 Tónleikarnir fara fram laugardaginn 20. maí næsta vor. „Margir sem sáu Rammstein árið 2001 segja tónleikana vera með þeim mögnuðustu sem fram hafa farið á Íslandi. Sú sýning var eins og barnaskólaleikrit í samanburði við það sjónarspil sem hljómsveitin stendur fyrir núna,“ segir Frosti Logason en hann hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi fyrir tónleika Rammstein í maí á næsta ári.Frosti Logason ásamt Harmageddon bróður sínum MánaÞýsku rokkrisarnir í Rammstein munu snúa aftur til Íslands á vormánuðum á næsta ári. Hljómsveitin hélt tvenna ákaflega eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll 15. og 16. júní árið 2001. Miðar á tónleikana ruku út og sátu margir rokkþyrstir eftir miðalausir með þurrar rokkkverkar. Á seinni tónleikunum tilkynnti hljómsveitin í lokin að hún elskaði Ísland, og að hún hygðist koma aftur fljótlega. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Rammstein hefur breyst úr sérviskulegri neðanjarðarhljómsveit í eina stærstu rokkhjómsveit heims. „Það er því mikið gleðiefni að Rammstein hafi loksins tök á að snúa aftur til Íslands,“ segir Frosti og bætir við að tónleikarnir verði í stærðarskala Justins Timberlake og nafna hans Biebers.Hér fyrir neðan má sjá Rammstein flytja lagið Du Hast á þýsku þungarokkshátíðinni Wacken árið 2014.„Tónleikarnir verða í Kórnum í Kópavogi og mun hljómsveitin flytja fimmtán gáma af búnaði til landsins, þrefalt hjóðkerfi, eldvörpur og gríðarlega viðamikinn ljósabúnað. Það verður hvergi slegið af og Rammstein kemur með stærstu útgáfu af sýningunni sinni,“ segir Frosti og bætir við líkt og Bjarni Felixson íþróttafréttamaður: „Það er næsta víst að annað eins mun aldrei hafa sést hérlendis.“Rammstein hefur selt yfir 10 milljónir platna og setið á toppi vinsældalista um víða veröld.vísir/gettyNánar verður tilkynnt um fyrirkomulag miðasölu á næstu dögum, sem fer fram á tix.is og hefst 1. desember. „Það er búist við miklum fjölda tónleikagesta frá Þýskalandi og því verða eingöngu um 13.000 miðar í boði fyrir íslenska aðdáendur,“ segir Frosti en aðeins verða þessir einu tónleikar sem fara fram laugardaginn 20. maí 2017. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Margir sem sáu Rammstein árið 2001 segja tónleikana vera með þeim mögnuðustu sem fram hafa farið á Íslandi. Sú sýning var eins og barnaskólaleikrit í samanburði við það sjónarspil sem hljómsveitin stendur fyrir núna,“ segir Frosti Logason en hann hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi fyrir tónleika Rammstein í maí á næsta ári.Frosti Logason ásamt Harmageddon bróður sínum MánaÞýsku rokkrisarnir í Rammstein munu snúa aftur til Íslands á vormánuðum á næsta ári. Hljómsveitin hélt tvenna ákaflega eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll 15. og 16. júní árið 2001. Miðar á tónleikana ruku út og sátu margir rokkþyrstir eftir miðalausir með þurrar rokkkverkar. Á seinni tónleikunum tilkynnti hljómsveitin í lokin að hún elskaði Ísland, og að hún hygðist koma aftur fljótlega. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Rammstein hefur breyst úr sérviskulegri neðanjarðarhljómsveit í eina stærstu rokkhjómsveit heims. „Það er því mikið gleðiefni að Rammstein hafi loksins tök á að snúa aftur til Íslands,“ segir Frosti og bætir við að tónleikarnir verði í stærðarskala Justins Timberlake og nafna hans Biebers.Hér fyrir neðan má sjá Rammstein flytja lagið Du Hast á þýsku þungarokkshátíðinni Wacken árið 2014.„Tónleikarnir verða í Kórnum í Kópavogi og mun hljómsveitin flytja fimmtán gáma af búnaði til landsins, þrefalt hjóðkerfi, eldvörpur og gríðarlega viðamikinn ljósabúnað. Það verður hvergi slegið af og Rammstein kemur með stærstu útgáfu af sýningunni sinni,“ segir Frosti og bætir við líkt og Bjarni Felixson íþróttafréttamaður: „Það er næsta víst að annað eins mun aldrei hafa sést hérlendis.“Rammstein hefur selt yfir 10 milljónir platna og setið á toppi vinsældalista um víða veröld.vísir/gettyNánar verður tilkynnt um fyrirkomulag miðasölu á næstu dögum, sem fer fram á tix.is og hefst 1. desember. „Það er búist við miklum fjölda tónleikagesta frá Þýskalandi og því verða eingöngu um 13.000 miðar í boði fyrir íslenska aðdáendur,“ segir Frosti en aðeins verða þessir einu tónleikar sem fara fram laugardaginn 20. maí 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira