Heildarlaun þingmanna lækki Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 19:15 Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira