Langar þig að vita hversu góður leikmaður Larry Bird var? | Sjáðu þetta myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 23:30 Larry Bird. Mynd/Samsett frá Getty Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan. NBA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira