Bandormur ríkisstjórnarinnar liðaðist úr þingsal til nefndar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2016 18:35 Bjarni Benediktsson á Alþingi í gær. vísir/anton brink Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent