Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. desember 2016 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Vísir/Ernir Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr. Alþingi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr.
Alþingi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira