Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. desember 2016 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Vísir/Ernir Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira