Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 17:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Auðunn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“. Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“.
Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30
Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08