Curry gæti orðið sá fyrsti sem fær 200 milljóna dollara samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 20:00 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry hjá Golden State Warriors hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil en hann er hvergi nærri því að vera launahæsti leikmaður síns liðs hvað þá allrar NBA-deildarinnar. Stephen Curry skrifaði undir síðasta samning sinn árið 2012 en hann var þá að glíma við langvinn ökklameiðsli og á þeim tíma var ekkert öruggt hvort hann gæti hreinlega losnað við ökklavandræðin. Hann gerði gott betur því hann blómstraði sem besti leikmaður deildarinnar í besta liðinu. Eigendur og leikmannasamtök NBA-deildarinnar eru að ganga frá nýjum samningi þessa dagana og sá samningur mun gefa félögum tækifæri til að launa sínum mönnum sérstaklega vel fyrir hollustu gagnvart sínu félagi. Curry er að fá alltof lítinn pening fyrir vinnu sína í dag miðað við hvað aðrir leikmenn eru að fá en ESPN hefur heimildir fyrir því að nú verði stór breyting á því þegar Curry framlengir samning sinn við Golden State Warriors næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að Stephen Curry muni fá yfir 200 milljónir dollara fyrir næsta samning sinn eða um 23 milljarða íslenskra króna. Samningurinn mun ná þá frá 2017 til 2022. Curry fær um tólf milljónir dollara fyrir þetta tímabil eða 1,3 milljarða íslenskra króna. Laun hans munu hækka upp í 36 milljónir dollara á næsta tímabili sem er þreföldun enda á ferðinni rúmlega fjórir milljarðar íslenskra króna. Curry mun síðan hækka í launum á hverju ári og hann mun fá alls 47 milljónir dollara fyrir lokatímabil samningsins sem er 2021-22. 47 milljónir dollara eru tæplega 5,4 milljarðar talið í íslenskum krónum. Stephen Curry hefur spilað allan sinn feril með Golden State Warriors en þeir leikmenn sem eru að semja við sitt félag eiga rétt á mun hærri samningum undir nýja launaþakinu. Það er komið tími á það að Curry verði einn af launahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar og nú lítur út fyrir að hann verði sá launahæsti. NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Stephen Curry hjá Golden State Warriors hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil en hann er hvergi nærri því að vera launahæsti leikmaður síns liðs hvað þá allrar NBA-deildarinnar. Stephen Curry skrifaði undir síðasta samning sinn árið 2012 en hann var þá að glíma við langvinn ökklameiðsli og á þeim tíma var ekkert öruggt hvort hann gæti hreinlega losnað við ökklavandræðin. Hann gerði gott betur því hann blómstraði sem besti leikmaður deildarinnar í besta liðinu. Eigendur og leikmannasamtök NBA-deildarinnar eru að ganga frá nýjum samningi þessa dagana og sá samningur mun gefa félögum tækifæri til að launa sínum mönnum sérstaklega vel fyrir hollustu gagnvart sínu félagi. Curry er að fá alltof lítinn pening fyrir vinnu sína í dag miðað við hvað aðrir leikmenn eru að fá en ESPN hefur heimildir fyrir því að nú verði stór breyting á því þegar Curry framlengir samning sinn við Golden State Warriors næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að Stephen Curry muni fá yfir 200 milljónir dollara fyrir næsta samning sinn eða um 23 milljarða íslenskra króna. Samningurinn mun ná þá frá 2017 til 2022. Curry fær um tólf milljónir dollara fyrir þetta tímabil eða 1,3 milljarða íslenskra króna. Laun hans munu hækka upp í 36 milljónir dollara á næsta tímabili sem er þreföldun enda á ferðinni rúmlega fjórir milljarðar íslenskra króna. Curry mun síðan hækka í launum á hverju ári og hann mun fá alls 47 milljónir dollara fyrir lokatímabil samningsins sem er 2021-22. 47 milljónir dollara eru tæplega 5,4 milljarðar talið í íslenskum krónum. Stephen Curry hefur spilað allan sinn feril með Golden State Warriors en þeir leikmenn sem eru að semja við sitt félag eiga rétt á mun hærri samningum undir nýja launaþakinu. Það er komið tími á það að Curry verði einn af launahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar og nú lítur út fyrir að hann verði sá launahæsti.
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira