Stór hluti vill rannsókn á eignum dómaranna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Um 73 prósent svarenda vilja að hlutabréfaeign dómara verði rannsökuð. Traust til Hæstaréttar minnkar eftir fréttir af eignum forseta Hæstaréttar. Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Næstum þremur af hverjum fjórum svarendum í nýrri könnun finnst rétt að hefja opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Spurt var: Finnst þér að hefja eigi opinbera rannsókn á hlutabréfaeign héraðs- og hæstaréttardómara fyrir hrun? 72,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku svöruðu spurningunni játandi en 27,5 prósent svöruðu neitandi. Greint var frá því í fréttum í síðustu viku að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann hafi átt í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en ekki vikið sæti sem dómari í svokölluðum hrunmálum. Einnig hefur verið greint frá því að fleiri dómarar við Hæstarétt hafi átt eignarhluti í bönkunum sem féllu á haustmánuðum 2008.Málið virðist þegar hafa haft áhrif á traust almennings til Hæstaréttar. MMR kannar reglulega traust almennings til dómstóla. Í könnun sem gerð var í nóvember 2015 segjast 40,8 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til Hæstaréttar. Í nóvember síðastliðnum var það hlutfall komið upp í 45,4 prósent. Aftur var kannað dagana 7. til 14 desember en þá var traustið komið niður í 32,3 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Hæstaréttar aukist. Það var 24,3 prósent í nóvember fyrir ári, fór niður í 20,7 prósent í nóvember síðastliðnum en var núna í desember komið upp í 34,7 prósent. Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl dómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Tekið er fram að við ákvörðun um efni þessara upplýsinga sé tekið mið af því sem dómurum beri að tilkynna nefnd um dómarastörf. Einnig verði litið til reglna Alþingis umhagsmunaskráningu þingmanna. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 12. til 14. desember. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12. til 14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku 77,7 prósent afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda