Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Mannvirkin gætu orðið enn stærri en nú tíðkast ef verkefni með vindmyllur á Mosfellsheiði dregst á langinn. Myllurnar á myndinni eru nærri Búrfellsvirkjun. Vísir/Valli Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira