Sögulegar stjórnarkreppur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 10:30 Dries van Agt náði að mynda ríkisstjórn í Hollandi. Hér er hann á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira