Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 21:04 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra sagði að ef ekki væri vilji til þess að mynda meirihlutastjórn kæmi minnihlutastjórn til greina. Ef vilji væri hins vegar til þess að mynda meirihlutastjórn væri það vel hægt. Þetta kom fram í leiðtogaumræðum í Kastljósi í kvöld þar sem forsvarsmenn flokkanna ræddu þá stjórnarkreppu sem nú ríkir í landinu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði ekkert vera að því að hugsa um minnihlutastjórn, það myndi vera mjög styrkjandi fyrir Alþingi sem hefði verið mótað af meirihlutaræðu undanfarin ár. Í leiðtogaumræðum á Stöð 2 í kvöld sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hins vegar að ef mynduð væri minnihlutastjórn hlyti það að þýða að nýjar kosningar yrðu undirbúnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áður sagt að minnihlutastjórn sé lakari kostur en meirihlutastjórn en tekur þó fram að það fari eftir því hver myndi styðja slíka stjórn. Ákveðið hættuspil væri fyrir ríkisstjórn að leggja út í slíka för.Vilja ekki gefast upp á að mynda meirihlutastjórnJóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar tók fram í Kastljósi að kosningar væru ekki kostur í stöðunni að svo stöddu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í umræðum á Stöð 2 að hún væri mjög bjartsýn á að flokkunum myndi takast að mynda meirihlutastjórn. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki vilja gefast upp á að reyna að mynda meirihlutastjórn, mikilvægt væri að flokkarnir útilokuðu nú minna í stöðunni en áður. Gömlu munstrin væru ekki lengur í boði. Birgitta Jónsdóttir, forsvarsmaður Pírata sagðist sammála Óttari, flokkarnir ættu að halda áfram að tala saman eins og þeir hefðu verið að gera. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og sagðist vona að flokkarnir fimm, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn, Píratar og Vinstri-Græn myndu taka upp þráðinn eftir helgi og klára myndun ríkisstjórnar. Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00 Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra sagði að ef ekki væri vilji til þess að mynda meirihlutastjórn kæmi minnihlutastjórn til greina. Ef vilji væri hins vegar til þess að mynda meirihlutastjórn væri það vel hægt. Þetta kom fram í leiðtogaumræðum í Kastljósi í kvöld þar sem forsvarsmenn flokkanna ræddu þá stjórnarkreppu sem nú ríkir í landinu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði ekkert vera að því að hugsa um minnihlutastjórn, það myndi vera mjög styrkjandi fyrir Alþingi sem hefði verið mótað af meirihlutaræðu undanfarin ár. Í leiðtogaumræðum á Stöð 2 í kvöld sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hins vegar að ef mynduð væri minnihlutastjórn hlyti það að þýða að nýjar kosningar yrðu undirbúnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áður sagt að minnihlutastjórn sé lakari kostur en meirihlutastjórn en tekur þó fram að það fari eftir því hver myndi styðja slíka stjórn. Ákveðið hættuspil væri fyrir ríkisstjórn að leggja út í slíka för.Vilja ekki gefast upp á að mynda meirihlutastjórnJóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar tók fram í Kastljósi að kosningar væru ekki kostur í stöðunni að svo stöddu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í umræðum á Stöð 2 að hún væri mjög bjartsýn á að flokkunum myndi takast að mynda meirihlutastjórn. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki vilja gefast upp á að reyna að mynda meirihlutastjórn, mikilvægt væri að flokkarnir útilokuðu nú minna í stöðunni en áður. Gömlu munstrin væru ekki lengur í boði. Birgitta Jónsdóttir, forsvarsmaður Pírata sagðist sammála Óttari, flokkarnir ættu að halda áfram að tala saman eins og þeir hefðu verið að gera. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og sagðist vona að flokkarnir fimm, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn, Píratar og Vinstri-Græn myndu taka upp þráðinn eftir helgi og klára myndun ríkisstjórnar.
Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00 Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00
Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28