Ríkið greiðir hátt í 100 milljarða nái lífeyrisfrumvarp fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:45 Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda