Þingmaður Sjálfstæðisflokks: Erfitt fyrir „einsmálsflokkana“ að gera málamiðlanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 09:44 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir nýjustu flokkana á Alþingi eina ástæðu þess hve erfiðlega hafi gengið að mynda stjórn. Um sé að ræða nokkurs konar eins máls flokka sem eigi erfitt með að gera málamiðlanir. „Þegar menn fara í framboð bara með eitthvað eitt mál, sem þeir auðvitað kalla „mikilvægt mál“ eða þungamál, þá er erfitt að fara í málamiðlanir,“ sagði Sigríður, en hún var til viðtals í Bítinu í morgun ásamt Björtu Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. Sigríður sagði að eina mál Pírata væri að „rústa“ stjórnarskránni, og að Viðreisn hefði lagt upp með Evrópusambandsmál í kosningabaráttunni, en snúið sér að sjávarútvegsmálum þegar flokkurinn hafi áttað sig á að Evrópumál hafi ekki verið til vinsælda fallin. Þá sé Björt framtíð klofningsflokkur út úr Samfylkingunni sem hafi lagt áherslu á Evrópusambandið til að byrja með. „Niðurstaða kosninganna er alveg ljós. Menn voru ekki að kalla eftir einhverjum róttækum byltingum á einu sviði eða öðru. Og menn eru örugglega ekki að kalla eftir Evrópusambandsmálinu og menn eru örugglega ekki að kalla eftir því að það sé verið að rústa stjórnarskránni,“ segir hún. Björt Ólafsdóttir sagði ummæli Sigríðar í besta falli ósanngjörn og fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki slakað á sínum kröfum í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Auðvitað eru þetta ekkert eins máls flokkar, ekki frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara fyrir kvótaeigendur. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara þannig. Ég gæti verið hér að ræða Sjálfstæðisflokkinn sem eins máls flokk þannig að hann vilji bara standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðvitað er það ekki sanngjarnt og ég myndi ekki gera það, hún veit það. Þessir flokkar sem hafa verið inni á þingi eru ekki eins máls flokkar. Þetta er bara lélegt,“ sagði Björt. Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir nýjustu flokkana á Alþingi eina ástæðu þess hve erfiðlega hafi gengið að mynda stjórn. Um sé að ræða nokkurs konar eins máls flokka sem eigi erfitt með að gera málamiðlanir. „Þegar menn fara í framboð bara með eitthvað eitt mál, sem þeir auðvitað kalla „mikilvægt mál“ eða þungamál, þá er erfitt að fara í málamiðlanir,“ sagði Sigríður, en hún var til viðtals í Bítinu í morgun ásamt Björtu Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar. Sigríður sagði að eina mál Pírata væri að „rústa“ stjórnarskránni, og að Viðreisn hefði lagt upp með Evrópusambandsmál í kosningabaráttunni, en snúið sér að sjávarútvegsmálum þegar flokkurinn hafi áttað sig á að Evrópumál hafi ekki verið til vinsælda fallin. Þá sé Björt framtíð klofningsflokkur út úr Samfylkingunni sem hafi lagt áherslu á Evrópusambandið til að byrja með. „Niðurstaða kosninganna er alveg ljós. Menn voru ekki að kalla eftir einhverjum róttækum byltingum á einu sviði eða öðru. Og menn eru örugglega ekki að kalla eftir Evrópusambandsmálinu og menn eru örugglega ekki að kalla eftir því að það sé verið að rústa stjórnarskránni,“ segir hún. Björt Ólafsdóttir sagði ummæli Sigríðar í besta falli ósanngjörn og fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki slakað á sínum kröfum í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Auðvitað eru þetta ekkert eins máls flokkar, ekki frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara fyrir kvótaeigendur. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara þannig. Ég gæti verið hér að ræða Sjálfstæðisflokkinn sem eins máls flokk þannig að hann vilji bara standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðvitað er það ekki sanngjarnt og ég myndi ekki gera það, hún veit það. Þessir flokkar sem hafa verið inni á þingi eru ekki eins máls flokkar. Þetta er bara lélegt,“ sagði Björt. Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira