Áríðandi að lífeyrisfrumvarpið verði afgreitt fyrir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2016 19:00 Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra. Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Mikil þrýstingur er á að frumvarp um lífeyrismál opinberra starfsmanna verði afgreitt sem lög frá alþingi fyrir áramót. Lögmaður efast um hvort fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu máli. Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis í haust en frumvarpið dagaði uppi á þinginu í aðdraganda kosninga. BSRB gerði samkomulag um lífeyrismál opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið í september. Þegar en frumvarpið var lagt fram var það mat bandalagsins að ekki væri hægt að lýsa stuðningi við það þar sem það þótti ekki í samræmi við áður undirritaðan samning. „Þess vegna gerðum við athugasemdir við frumvarpið og töldum að það væri ekki nægilega vel frá því gengið,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, staðfesti við fréttastofu í dag að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þingi eftir helgi og sagði að þær breytingar sem gerðar hafi verið séu í takt við það samkomulag sem gert var í september og í anda þess sem rætt var á þingi í haust. Í fyrra frumvarpi var gert ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög myndu leggja fram samtals 120 milljarða í framlög vegna frumvarpsins en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið verði framlögin hækkuð umtalsvert. „Það skiptir miklu máli að þetta fari í gegn fyrir áramót en það þarf auðvitað að fara í gegn í sátt. En fyrst og fremst er það auðvitað að vegna þess að um áramótin munu hækka mótframlög launagreiðenda verulega í þessa opinberu sjóði, þannig að það mun þá verða til þess að stór hluti þess að stór hluti af launagreiðslum opinberra starfsmanna eru þá að fara í lífeyrisgreiðslur frekar en launagreiðslur,“ segir Elín Björg. Fjögur fagfélög sem eiga aðild að BSRB veittu formanni bandalagsins ekki samþykki sitt til samninga við fjármálaráðuneytið í september þar sem þau töldu að breytingar á lífeyrisréttindum myndu skerða núgildandi réttindi þeirra. Ágreiningur félaganna fjögurra annars vegar og forystu BSRB hins vegar snýr að því hvort forystu BSRB sé heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að samkomulagið sem undirritað var í september sé borið undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. „Ég held að heildar samtökin sem eiga í hlut hljóti að samþykkja tillögur um að setja þetta mál í allsherjar atkvæðagreiðslu, enda er þetta mikilvægt réttindamál og almennt viðurkennt að launafólk á almennum vinnumarkaði hefur samningsrétt um sín lífeyrisréttindi. Svo má náttúrulega efast um hvort að fjármálaráðherra í starfsstjórn hafi þingræðislegt umboð til þess að leggja fram nýtt frumvarp í svo mikilvægu og umdeildu álitamáli. Það er almennt viðurkennt að starfsstjórnir hafi minna pólitískt umboð sérstaklega þegar það er lögfræðilegur vafi á því hvort að löggjafinn hafi heimildir til þess að breyta þessu án allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Gísli Tryggvason, lögmaður og álitsgafi fagfélaganna fjögurra.
Alþingi Tengdar fréttir ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52 Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
ASÍ gegn almannahagsmunum? Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. 9. desember 2016 14:52
Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. 8. desember 2016 12:00