Hringveginum lokað við Hvalnesskriður
Atli Ísleifsson skrifar
Hringveginum hefur verið lokað við Hvalnes og á Hlíðarsandi, austan við Höfn í Hornafirði, vegna aftakaveðurs.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rúður hafi fokið úr bílum sem þar hafa átt leið um.
Vegurinn verður lokaður þar til veður skánar.