Fundu lík Emilie í stöðuvatni um fimm mánuðum eftir að hún hvarf Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2016 10:51 Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Mynd/Missing People Denmark Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira