Forsetinn ekki farinn að íhuga utanþingsstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2016 19:20 Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar. Alþingi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar.
Alþingi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira