Guðni Th.: Þurfum að einhenda okkur í það að skipa landinu ríkisstjórn Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. desember 2016 16:15 Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Guðni Th. Jóhannesson veitti Stöð 2 viðtal fyrr í dag um stöðuna í stjórnmálum landsins. Hann reiknar ekki með að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna umboð til stjórnarmyndunar yfir jóladagana. Hann ítrekar hins vegar að leiðtogar stjórnmálaflokkanna geti hvenær sem er komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar. Forsetinn er ánægður með þann anda sem ríkti á Alþingi síðustu tvær vikurnar og segir marga hafa haft það á orði við sig að svona ætti Alþingi að starfa. En töluvert vantaði upp á traust almennings til Alþingis eftir hrun. „Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins í stjórnarmyndunarviðræðum og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins og við sáum einmitt óvenju góðan starfsanda í þinginu. Auðvitað eru aldrei allir ánægðir með niðurstöðu mála þegar fjárlög eru afgreidd en framgangsmátinn, málsmeðferðin... Ég hef heyrt í fólki sem segir: „Svona á þingið að starfa, ekki karp, ekki málþóf, sjónarmið koma fram og mál eru afgreidd.“ Ég held að þetta lofi góðu. Við höfum nýtt þing, þingmenn hafa aldrei verið yngri að meðaltali, reynslan lítil sem getur verið galli en líka kostur. Vonandi er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni en auðvitað þurfum við að einhenda okkur í það núna að skipa landinu ríkisstjórn,“ segir Guðni.Nánar verður rætt við forsetann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33 Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Guðni Th. Jóhannesson veitti Stöð 2 viðtal fyrr í dag um stöðuna í stjórnmálum landsins. Hann reiknar ekki með að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna umboð til stjórnarmyndunar yfir jóladagana. Hann ítrekar hins vegar að leiðtogar stjórnmálaflokkanna geti hvenær sem er komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar. Forsetinn er ánægður með þann anda sem ríkti á Alþingi síðustu tvær vikurnar og segir marga hafa haft það á orði við sig að svona ætti Alþingi að starfa. En töluvert vantaði upp á traust almennings til Alþingis eftir hrun. „Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins í stjórnarmyndunarviðræðum og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins og við sáum einmitt óvenju góðan starfsanda í þinginu. Auðvitað eru aldrei allir ánægðir með niðurstöðu mála þegar fjárlög eru afgreidd en framgangsmátinn, málsmeðferðin... Ég hef heyrt í fólki sem segir: „Svona á þingið að starfa, ekki karp, ekki málþóf, sjónarmið koma fram og mál eru afgreidd.“ Ég held að þetta lofi góðu. Við höfum nýtt þing, þingmenn hafa aldrei verið yngri að meðaltali, reynslan lítil sem getur verið galli en líka kostur. Vonandi er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni en auðvitað þurfum við að einhenda okkur í það núna að skipa landinu ríkisstjórn,“ segir Guðni.Nánar verður rætt við forsetann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33 Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33
Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29
Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31