Barneignir hafa haft mikil áhrif tónleika Hinemoa Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2016 14:30 Sveitin að gefa út glænýtt lag. Myndir/ A.K.A. Photographer/Sigurður Ástgerisson Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira