Samkomulag um aukin útgjöld upp á 12 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:44 Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira