Enn tekist á um lífeyrissjóðsfrumvarpið á lokametrunum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:41 Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira