Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 19:15 Það eru ekki allir sáttir við úthlutun afrekssjóðs í dag. Starfsfólk fimleikasambandsins rauk út af fundinum í dag um leið og formlegri dagskrá lauk. Framkvæmdastjórinn segist fyllast vonleysi við að sjá þeirra skerf af kökunni. Fimleikasamband Íslands með sína 13.000 iðkenndur og landslið sem náðu mjög góðum árangri jafnt í áhalda- og hópfimleikum á síðasta ári fékk rétt tæpar átta milljónir króna úr Afrekssjóðnum. Framundan á árinu eru nokkur stórmót en fimleikarnir fengu minna en knattspyrnusambandið og golfsambandið svo dæmi séu tekin. Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og tveir kollegar hennar hjá sambandinu voru ekki í miklu stuði þegar blaðamannafundinum í laugardalnum lauk í dag og voru fljótar að láta sig hverfa. Sólveigu var mikið niðri fyrir þegar íþróttadeild 365 hitti hana á skrifstofu FSÍ skömmu eftir fundinn. „Það er rétt, ég var ekki nógu sátt. Ég held samt sem áður að það sé hlutverk okkar allra að vera ekki alveg nógu sátt því við viljum berjast fyrir einhverju meiru,“ sagði Sólveig í viðtali við íþróttadeild eftir fundinn í Laugardalnum í dag. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu.“Tímamóta árangur Sólveig tekur fram að hún sé ekki að kasta rýrð á aðrar íþróttir en bendir á að í fimleikum eru ekki beint svokölluð stórmót sem er stór breyta sem skiptir miklu máli þegar kemur að úthlutunum eins og sést á upphæð handboltans og körfuboltans. „Alþjóðasambandið okkar stillir þessu ekki þannig upp heldur er lokamótið inn í mótinu sjálfu. Við fórum á síðasta ári með fjögur landslið á Evrópumót í hópfimleikum og þau komust öll á lokamót. Þau náðu öll á verðlaunapall en það virðist ekki komast til skila,“ sagði Sólveig. öLandsliðið okkar í áhaldafimleikum komst líka á Evrópumót, kemst á lokamótið og endar þar í fjórtánda sæti. Þetta er tímamóta árangur sem við erum að ná. Miðað við árangurinn sem við erum að ná á öðrum lokamótum þá skilur maður þetta ekki alveg.“Skýrari reglur Sólveig á erfitt með að sætta sig við að fá minna en knattspyrnusambandið sem starfar í allt öðruvísi og arðvænna umhverfi en aðrar íþróttir. „Við erum að fá minna en samband sem greinir sínum keppendum bónusa. Þá fer maður að velta fyrir sér hvort afrekssjóður ÍSÍ sé hugsaður þannig að hægt sé að greiða bónusa með honum. Við viljum fá meira gagnsæi á hvernig þetta er úthlutað en þá yrðu allir sáttari,“ segir hún. „Ég kalla eftir skýrum reglum þegar kemur að þessu sem eru mjög gegnsæar. Nú er sjóðurinn að stækka og það er ótrúlega mikið fagnaðarefni að það sé að gerast. Það má hrósa Íþrótta- og Ólympíusambandinu og forseta þess vel fyrir góð störf þar, en þegar maður sér þessa úthlutun núna hræðist maður svolítið hvað gerist. Gegnsæi númer eitt, tvö og þrjú mun breyta ótrúlega miklu,“ segir Sólveig Jónsdóttir. Alla frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Fimleikar Tengdar fréttir Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Óbærileg bið eftir kvöldinu Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir „Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Aron tekur við landsliði Kúveits Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Það eru ekki allir sáttir við úthlutun afrekssjóðs í dag. Starfsfólk fimleikasambandsins rauk út af fundinum í dag um leið og formlegri dagskrá lauk. Framkvæmdastjórinn segist fyllast vonleysi við að sjá þeirra skerf af kökunni. Fimleikasamband Íslands með sína 13.000 iðkenndur og landslið sem náðu mjög góðum árangri jafnt í áhalda- og hópfimleikum á síðasta ári fékk rétt tæpar átta milljónir króna úr Afrekssjóðnum. Framundan á árinu eru nokkur stórmót en fimleikarnir fengu minna en knattspyrnusambandið og golfsambandið svo dæmi séu tekin. Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og tveir kollegar hennar hjá sambandinu voru ekki í miklu stuði þegar blaðamannafundinum í laugardalnum lauk í dag og voru fljótar að láta sig hverfa. Sólveigu var mikið niðri fyrir þegar íþróttadeild 365 hitti hana á skrifstofu FSÍ skömmu eftir fundinn. „Það er rétt, ég var ekki nógu sátt. Ég held samt sem áður að það sé hlutverk okkar allra að vera ekki alveg nógu sátt því við viljum berjast fyrir einhverju meiru,“ sagði Sólveig í viðtali við íþróttadeild eftir fundinn í Laugardalnum í dag. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu.“Tímamóta árangur Sólveig tekur fram að hún sé ekki að kasta rýrð á aðrar íþróttir en bendir á að í fimleikum eru ekki beint svokölluð stórmót sem er stór breyta sem skiptir miklu máli þegar kemur að úthlutunum eins og sést á upphæð handboltans og körfuboltans. „Alþjóðasambandið okkar stillir þessu ekki þannig upp heldur er lokamótið inn í mótinu sjálfu. Við fórum á síðasta ári með fjögur landslið á Evrópumót í hópfimleikum og þau komust öll á lokamót. Þau náðu öll á verðlaunapall en það virðist ekki komast til skila,“ sagði Sólveig. öLandsliðið okkar í áhaldafimleikum komst líka á Evrópumót, kemst á lokamótið og endar þar í fjórtánda sæti. Þetta er tímamóta árangur sem við erum að ná. Miðað við árangurinn sem við erum að ná á öðrum lokamótum þá skilur maður þetta ekki alveg.“Skýrari reglur Sólveig á erfitt með að sætta sig við að fá minna en knattspyrnusambandið sem starfar í allt öðruvísi og arðvænna umhverfi en aðrar íþróttir. „Við erum að fá minna en samband sem greinir sínum keppendum bónusa. Þá fer maður að velta fyrir sér hvort afrekssjóður ÍSÍ sé hugsaður þannig að hægt sé að greiða bónusa með honum. Við viljum fá meira gagnsæi á hvernig þetta er úthlutað en þá yrðu allir sáttari,“ segir hún. „Ég kalla eftir skýrum reglum þegar kemur að þessu sem eru mjög gegnsæar. Nú er sjóðurinn að stækka og það er ótrúlega mikið fagnaðarefni að það sé að gerast. Það má hrósa Íþrótta- og Ólympíusambandinu og forseta þess vel fyrir góð störf þar, en þegar maður sér þessa úthlutun núna hræðist maður svolítið hvað gerist. Gegnsæi númer eitt, tvö og þrjú mun breyta ótrúlega miklu,“ segir Sólveig Jónsdóttir. Alla frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Fimleikar Tengdar fréttir Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Óbærileg bið eftir kvöldinu Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir „Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Aron tekur við landsliði Kúveits Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, býst við að fá vænan skerf af seinni kökunni sem reidd verður fram í vor. 5. janúar 2017 19:00
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50