Fjórir í haldi eftir að hafa sýnt beint frá árás á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2017 12:42 Eddie Johnson, lögreglustjóri í Chicago. Vísir/AFP Lögregla í Chicago er með fjóra menn í haldi eftir að þeir sýndu frá fólskulegri árás á manni í beinni útsendingu á Facebook. Mennirnir bæði bundu manninn fastan og kefldu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að maðurinn sem ráðist var á sé með sérþarfir og glími við andleg veikindi. Á myndbandinu má heyra árásarmennina fara niðrandi orðum um bæði hvítt fólk og Donald Trump, auk þess að þeir notast við hníf til að skera hluta af höfuðleðri mannsins. Lögreglustjórinn Eddie Johnson hefur lýst myndbandinu sem „viðbjóðslegu“ og að árásin kunni mögulega að flokkast sem hatursglæpur. Lögreglu barst tilkynning um árásina í gær en hún átti sér stað í vesturhluta borgarinnar (West Side). Myndbandið er hálftími að lengd og má þar sjá árásarmennina skera fötin af fórnarlambinu, sem er átján ára að aldri, láta ösku úr sígarettu rigna yfir hann, þrýsta höfði hans upp að vegg með fæti og skera í höfuð hans. Nokkur fjöldi fólks er í herberginu þar sem árásin á sér stað. Í öðrum myndböndum má einnig sjá manninn neyddan til að drekka úr klósettskál og segjast elska svart fólk á meðan hnífi er beint að honum. Að sögn lögreglu er fórnarlambið í sama skóla og einn árásarmannanna. Maðurinn fannst ráfandi um götur Chicago eftir árásina, en talið er að honum hafi verið rænt allt að tveimur sólarhringum áður en árásin var gerð.Frétt CBS um málið, þar sem sjá má hluta myndbandsins og viðbrögð lögreglu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Lögregla í Chicago er með fjóra menn í haldi eftir að þeir sýndu frá fólskulegri árás á manni í beinni útsendingu á Facebook. Mennirnir bæði bundu manninn fastan og kefldu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að maðurinn sem ráðist var á sé með sérþarfir og glími við andleg veikindi. Á myndbandinu má heyra árásarmennina fara niðrandi orðum um bæði hvítt fólk og Donald Trump, auk þess að þeir notast við hníf til að skera hluta af höfuðleðri mannsins. Lögreglustjórinn Eddie Johnson hefur lýst myndbandinu sem „viðbjóðslegu“ og að árásin kunni mögulega að flokkast sem hatursglæpur. Lögreglu barst tilkynning um árásina í gær en hún átti sér stað í vesturhluta borgarinnar (West Side). Myndbandið er hálftími að lengd og má þar sjá árásarmennina skera fötin af fórnarlambinu, sem er átján ára að aldri, láta ösku úr sígarettu rigna yfir hann, þrýsta höfði hans upp að vegg með fæti og skera í höfuð hans. Nokkur fjöldi fólks er í herberginu þar sem árásin á sér stað. Í öðrum myndböndum má einnig sjá manninn neyddan til að drekka úr klósettskál og segjast elska svart fólk á meðan hnífi er beint að honum. Að sögn lögreglu er fórnarlambið í sama skóla og einn árásarmannanna. Maðurinn fannst ráfandi um götur Chicago eftir árásina, en talið er að honum hafi verið rænt allt að tveimur sólarhringum áður en árásin var gerð.Frétt CBS um málið, þar sem sjá má hluta myndbandsins og viðbrögð lögreglu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira