Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Jón hÁKON Halldórsson skrifar 5. janúar 2017 06:00 Formaðurinn Benedikt Jóhannsson verður einn þriggja ráðherra Viðreisnar. vísir/ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sækist eftir því að verða fjármálaráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, fari svo að flokkunum takist að mynda stjórn. Viðræður milli flokkanna héldu áfram í gær en fundi forystumanna flokkanna lauk á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er enn unnið út frá áætlun um að klára þær fyrir lok vikunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðlamenn þegar hann fékk umboð frá forseta Íslands til þess að mynda stjórn að gengið væri út frá því að hann yrði forsætisráðherra. Búist er við því að Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir verði ráðherrar fyrir Bjarta framtíð. Ekki liggur fyrir hvaða ráðherraembættum þau sækjast eftir. Hins vegar liggur fyrir að innan þingflokksins er áhugi fyrir því að flokkurinn taki að sér annars vegar atvinnuvegaráðuneytið og hins vegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vinna flokkanna þriggja að stjórnarsáttmála vel á veg komin og til stóð að hefja umræður um skiptingu ráðuneyta milli flokka í gær eða í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis. Ekki er búist við því að ráðuneytum verði fjölgað en hugsanlegt er að verkefni verði flutt til milli ráðuneyta. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur einungis á að skipa fjórum þingmönnum. Verði tveir þeirra ráðherrar liggur fyrir að einungis tveir þeirra geta tekið sæti í nefndum þingsins. Rætt hefur verið um það að ráðherrar flokksins afsali sér þá þingmennsku. Búist er við því að ákvörðun um þetta verði tekin í dag eða á allra næstu dögum. Þingflokkur Viðreisnar telur sjö þingmenn en eins og áður segir herma heimildir fréttastofu að flokkurinn hljóti þrjú ráðherraembætti. Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sækist af ákafa eftir fjármálaráðuneytinu. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn flokksins, sækist líka eftir ráðherraembættum af fullum þunga. Þó sé ekki útilokað að Hanna Katrín Friðriksson hljóti eitt af þessum þremur ráðherraembættum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sækist eftir því að verða fjármálaráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, fari svo að flokkunum takist að mynda stjórn. Viðræður milli flokkanna héldu áfram í gær en fundi forystumanna flokkanna lauk á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er enn unnið út frá áætlun um að klára þær fyrir lok vikunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðlamenn þegar hann fékk umboð frá forseta Íslands til þess að mynda stjórn að gengið væri út frá því að hann yrði forsætisráðherra. Búist er við því að Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir verði ráðherrar fyrir Bjarta framtíð. Ekki liggur fyrir hvaða ráðherraembættum þau sækjast eftir. Hins vegar liggur fyrir að innan þingflokksins er áhugi fyrir því að flokkurinn taki að sér annars vegar atvinnuvegaráðuneytið og hins vegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vinna flokkanna þriggja að stjórnarsáttmála vel á veg komin og til stóð að hefja umræður um skiptingu ráðuneyta milli flokka í gær eða í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis. Ekki er búist við því að ráðuneytum verði fjölgað en hugsanlegt er að verkefni verði flutt til milli ráðuneyta. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur einungis á að skipa fjórum þingmönnum. Verði tveir þeirra ráðherrar liggur fyrir að einungis tveir þeirra geta tekið sæti í nefndum þingsins. Rætt hefur verið um það að ráðherrar flokksins afsali sér þá þingmennsku. Búist er við því að ákvörðun um þetta verði tekin í dag eða á allra næstu dögum. Þingflokkur Viðreisnar telur sjö þingmenn en eins og áður segir herma heimildir fréttastofu að flokkurinn hljóti þrjú ráðherraembætti. Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sækist af ákafa eftir fjármálaráðuneytinu. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn flokksins, sækist líka eftir ráðherraembættum af fullum þunga. Þó sé ekki útilokað að Hanna Katrín Friðriksson hljóti eitt af þessum þremur ráðherraembættum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21