HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2017 12:00 Rúnar Kárason verður í lykilhlutverki í Frakklandi. vísir/afp Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15
Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti