Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 19:24 Regina C við bryggju í Hafnarfirði í gærkvöldi. Á myndinni má sjá þegar lögreglubíll flytur skipverja af Polar Nanoq frá höfninni um miðnætti í gær. Vísir Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45