Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 09:43 Frá Hverfisgötu eftir miðnætti í nótt þegar skipverjarnir þrír komu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Ernir Skipverjarnir þrír sem handteknir voru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt. Yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. Unnsteinn Elvarsson, verjandi eins skipverja, var staddur yfirheyrslu yfir einum mannanna í nótt. Hann staðfestir það í samtali við Vísi. Unnsteinn segist ekki geta tjáð sig um það sem fram fór. Lögreglan verði að svara spurningum blaðamanna hvað það varðar. Óeðlilegt sé að reka málið í fjölmiðlum. Fram kemur á RÚV að yfirheyrslurnar fóru fram á dönsku og ensku en mennirnir þrír, sem grunaðir erum um að hafa upplýsingar er varða hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, eru Grænlendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var túlkur bókaður í gærdag þegar búið var að handtaka fyrri mennina tvo. Túlkur var svo viðstaddur yfirheyrslurnar í nótt. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði togarans í Hafnarfjarðarhöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þaðan voru þeir fluttir á Hverfisgötuna þar sem yfirheyrslur hófust. Björgunarsveitarmenn leituðu fram á nótt, bæði við Hafnarfjarðarhöfn og á Strandaheiði. Rannsakað sem sakamál Hvarfið á Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Á þessum tímapunkti eru mennirnir þrír þó aðeins grunaðir um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu að því er fram hefur komið í máli Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókn málsins. Athygli hefur vakið að snjór fannst undir skóm Birnu þegar þeir fundust við Hafnarfjarðarhöfn á mánudagskvöldið, tæpum þremur sólarhringum eftir að Birna sást síðast, á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. „Við fengum upplýsingar um það frá þeim mönnum sem fundu skóna að þegar þeir komu að þeim að þá voru þeir þaktir snjó þannig að það virðist nú bara hafa verið þannig að það hafi snjóað að þeim, skafið að þeim með þeim hætti að svona hafi snjórinn endað á skónum. Þannig að við höfum ekki verið að leggja neina áherslu á það að þeim hafi verið komið fyrir þarna með öðrum hætti. Hins vegar er alveg ljóst og það er alveg til skoðunar að Birna hafi ekki farið úr skónum þarna heldur að þeim hafi verið komið þarna fyrir,“ sagði Grímur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Mögulega reynt að villa fyrir lögreglu Það gæti hafa verið gert til að villa um fyrir lögreglu, án þess að það sé vitað. Vel sé mögulegt að aðrir en þeir sem handteknir hafa verið eigi aðild að málinu. Þótt snjór hefði fundist á skónum tveimur sólarhringum eftir að Polar Nanoq lagði úr höfn sé vel mögulegt að skónum hafi verið komið fyrir áður en skipið lagði úr höfn seinni part laugardags. „Ég ítreka það að það er alveg opið, aðild einhverra sem voru ekki í skipinu. Það var hins vegar alveg mögulegt að koma fyrir skóm áður en skipið fór.“ Að neðan má sjá myndskeið frá því eftir miðnætti í gærkvöldi þegar mennirnir voru færðir til yfirheyrslu við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34 Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Skipverjarnir þrír sem handteknir voru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt. Yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. Unnsteinn Elvarsson, verjandi eins skipverja, var staddur yfirheyrslu yfir einum mannanna í nótt. Hann staðfestir það í samtali við Vísi. Unnsteinn segist ekki geta tjáð sig um það sem fram fór. Lögreglan verði að svara spurningum blaðamanna hvað það varðar. Óeðlilegt sé að reka málið í fjölmiðlum. Fram kemur á RÚV að yfirheyrslurnar fóru fram á dönsku og ensku en mennirnir þrír, sem grunaðir erum um að hafa upplýsingar er varða hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, eru Grænlendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var túlkur bókaður í gærdag þegar búið var að handtaka fyrri mennina tvo. Túlkur var svo viðstaddur yfirheyrslurnar í nótt. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði togarans í Hafnarfjarðarhöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þaðan voru þeir fluttir á Hverfisgötuna þar sem yfirheyrslur hófust. Björgunarsveitarmenn leituðu fram á nótt, bæði við Hafnarfjarðarhöfn og á Strandaheiði. Rannsakað sem sakamál Hvarfið á Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Á þessum tímapunkti eru mennirnir þrír þó aðeins grunaðir um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu að því er fram hefur komið í máli Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókn málsins. Athygli hefur vakið að snjór fannst undir skóm Birnu þegar þeir fundust við Hafnarfjarðarhöfn á mánudagskvöldið, tæpum þremur sólarhringum eftir að Birna sást síðast, á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. „Við fengum upplýsingar um það frá þeim mönnum sem fundu skóna að þegar þeir komu að þeim að þá voru þeir þaktir snjó þannig að það virðist nú bara hafa verið þannig að það hafi snjóað að þeim, skafið að þeim með þeim hætti að svona hafi snjórinn endað á skónum. Þannig að við höfum ekki verið að leggja neina áherslu á það að þeim hafi verið komið fyrir þarna með öðrum hætti. Hins vegar er alveg ljóst og það er alveg til skoðunar að Birna hafi ekki farið úr skónum þarna heldur að þeim hafi verið komið þarna fyrir,“ sagði Grímur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Mögulega reynt að villa fyrir lögreglu Það gæti hafa verið gert til að villa um fyrir lögreglu, án þess að það sé vitað. Vel sé mögulegt að aðrir en þeir sem handteknir hafa verið eigi aðild að málinu. Þótt snjór hefði fundist á skónum tveimur sólarhringum eftir að Polar Nanoq lagði úr höfn sé vel mögulegt að skónum hafi verið komið fyrir áður en skipið lagði úr höfn seinni part laugardags. „Ég ítreka það að það er alveg opið, aðild einhverra sem voru ekki í skipinu. Það var hins vegar alveg mögulegt að koma fyrir skóm áður en skipið fór.“ Að neðan má sjá myndskeið frá því eftir miðnætti í gærkvöldi þegar mennirnir voru færðir til yfirheyrslu við lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34 Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34
Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57