Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2025 13:32 Prófessor í stjórnmálafræði við HA kveðst ekki hissa á að Úlfar Lúðvíksson hafi túlkað ákvörðun dómsmálaráðherra sem svo að hann hafi verið rekinn í ljósi þeirrar viðteknu venju sem hefur verið við lýði við framlengingu á samningi við forstöðumenn ríkisstofnana.Vísir/Samsett Samsett Prófessor í stjórnmálafræði við HA segir skiljanlegt að lögreglustjórinn á Suðurnesjum líti svo á að hann hafi verið rekinn í ljósi viðtekinnar venju. Lögreglustjórinn lét sjálfur af embætti á miðnætti eftir að dómsmálaráðherra sagði honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embættið. Stormasamt á stóli dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra skipaði Úlfar Lúðvíksson í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í nóvember 2020. Nú í árafjöld hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið um stjórnartaumana í dómsmálaráðuneytinu en það er dómsmálaráðherra sem skipar lögreglustjóra til fimm ára í senn sem síðan fara með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Undanfarin ár hefur verið fremur stormasamt í stóli dómsmálaráðherra en sem dæmi þá hafa alls sex dómsmálaráðherrar komið og farið frá árinu 2017. Alls skiptist landið í níu lögregluumdæmi en lögregluumdæmið á Suðurnesjum hefur mikið verið í umræðunni hin síðustu ár og mikið mætt á lögreglunni, ekki síst vegna jarðhræringa, eldgosa annars vegar og svo útlendingamála og aukningar á skipulagðri brotastarfsemi hins vegar. Úlfar hefur talað hreint út um málefnin sem undir eru og afar blátt áfram. Fordæmir ákvörðun ráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lítur svo á að Úlfar hafi, með ákvörðun dómsmálaráðherra um að endurnýja ekki samninginn, verið rekinn. Hann lagði mat á atburðarásina á samfélagsmiðlum Miðflokksins í gær. „Þetta var ekki það sem við þurfum frá dómsmálaráðherra; að reka þann lögreglustjóra sem hefur talað hreint út um stöðuna í útlendingamálum, skipulagða glæpastarfsemi og það ófremdarástand sem ríkir á því sviði og ræða landamærin og ekki nóg með það heldur grípa til ráðstafana,“ mátti heyra Sigmund segja á myndskeiði. Ákvörðun ráðherra mögulega til marks um nýtt verklag Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri var beðinn um að rýna í atburðarásina sem leiddi til þess að Úlfar er nú horfinn á braut. Hann sagði að mögulegt sé að ráðherra sé með ákvörðuninni að innleiða nýtt verklag þar sem það eigi ekki að vera sjálfsagt að fá framlengingu. Þá geti eins vel verið að verið sé að reyna að koma öðrum pólitískum litum inn í kerfið. „Svona eins og það sem ég þekki til, ef það er ákveðið með sex mánaða fyrirvara að auglýsa eftir þessi fimm ár, þá hefur nú kannski verið litið gjarnan á það sem einhverja vísbendingu um að það eigi að þaka viðkomandi fyrir vel unnin störf en hvort það er akkúrat það sem átti sér stað í þessu tilfelli get ég ekki sagt til um vegna þess að ráðherra hefur svarað því til að starfið umfangið og jafnvel eðli þess er að breytast og að það séu röksemdir fyrir því að auglýsa. Hins vegar þá náttúrlega í ljósi þess sem ég sagði áðan um hvernig litið hefur verið á þetta hingað til þá var ég ekki hissa á viðbrögðum Úlfars sem leit þannig á að það væri verið að reka hann.“ Í ljósi hefðarinnar þá? „Í ljósi þess sem hefur viðgengist innan stjórnsýslunnar.“ Grétar segir að það sé erfitt að segja til um hvort ráðherrann taki ákvörðunina vegna einhvers sem miður hafi farist í starfi Úlfars. „Það hefur nú verið vitnað í einhver ummæli sem hafa farið frá honum. Hann hefur lent í smá átökum við blaðamenn í kringum Grindavík, svo það sé rifjað upp en ég veit ekkert hvort það sé verið að blanda því inn í þetta en það er ýmislegt sem kemur upp í kollinn á manni við þetta, án þess að ég geti fullyrt neitt,“ Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Lögreglan Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ 13. maí 2025 14:11 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Stormasamt á stóli dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra skipaði Úlfar Lúðvíksson í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í nóvember 2020. Nú í árafjöld hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið um stjórnartaumana í dómsmálaráðuneytinu en það er dómsmálaráðherra sem skipar lögreglustjóra til fimm ára í senn sem síðan fara með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Undanfarin ár hefur verið fremur stormasamt í stóli dómsmálaráðherra en sem dæmi þá hafa alls sex dómsmálaráðherrar komið og farið frá árinu 2017. Alls skiptist landið í níu lögregluumdæmi en lögregluumdæmið á Suðurnesjum hefur mikið verið í umræðunni hin síðustu ár og mikið mætt á lögreglunni, ekki síst vegna jarðhræringa, eldgosa annars vegar og svo útlendingamála og aukningar á skipulagðri brotastarfsemi hins vegar. Úlfar hefur talað hreint út um málefnin sem undir eru og afar blátt áfram. Fordæmir ákvörðun ráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lítur svo á að Úlfar hafi, með ákvörðun dómsmálaráðherra um að endurnýja ekki samninginn, verið rekinn. Hann lagði mat á atburðarásina á samfélagsmiðlum Miðflokksins í gær. „Þetta var ekki það sem við þurfum frá dómsmálaráðherra; að reka þann lögreglustjóra sem hefur talað hreint út um stöðuna í útlendingamálum, skipulagða glæpastarfsemi og það ófremdarástand sem ríkir á því sviði og ræða landamærin og ekki nóg með það heldur grípa til ráðstafana,“ mátti heyra Sigmund segja á myndskeiði. Ákvörðun ráðherra mögulega til marks um nýtt verklag Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri var beðinn um að rýna í atburðarásina sem leiddi til þess að Úlfar er nú horfinn á braut. Hann sagði að mögulegt sé að ráðherra sé með ákvörðuninni að innleiða nýtt verklag þar sem það eigi ekki að vera sjálfsagt að fá framlengingu. Þá geti eins vel verið að verið sé að reyna að koma öðrum pólitískum litum inn í kerfið. „Svona eins og það sem ég þekki til, ef það er ákveðið með sex mánaða fyrirvara að auglýsa eftir þessi fimm ár, þá hefur nú kannski verið litið gjarnan á það sem einhverja vísbendingu um að það eigi að þaka viðkomandi fyrir vel unnin störf en hvort það er akkúrat það sem átti sér stað í þessu tilfelli get ég ekki sagt til um vegna þess að ráðherra hefur svarað því til að starfið umfangið og jafnvel eðli þess er að breytast og að það séu röksemdir fyrir því að auglýsa. Hins vegar þá náttúrlega í ljósi þess sem ég sagði áðan um hvernig litið hefur verið á þetta hingað til þá var ég ekki hissa á viðbrögðum Úlfars sem leit þannig á að það væri verið að reka hann.“ Í ljósi hefðarinnar þá? „Í ljósi þess sem hefur viðgengist innan stjórnsýslunnar.“ Grétar segir að það sé erfitt að segja til um hvort ráðherrann taki ákvörðunina vegna einhvers sem miður hafi farist í starfi Úlfars. „Það hefur nú verið vitnað í einhver ummæli sem hafa farið frá honum. Hann hefur lent í smá átökum við blaðamenn í kringum Grindavík, svo það sé rifjað upp en ég veit ekkert hvort það sé verið að blanda því inn í þetta en það er ýmislegt sem kemur upp í kollinn á manni við þetta, án þess að ég geti fullyrt neitt,“ Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.
Lögreglan Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ 13. maí 2025 14:11 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20
Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ 13. maí 2025 14:11