Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 08:34 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti í gærkvöldi þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Ernir Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00