Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2017 12:36 Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra eru komnir um borð í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, en þyrlan tók á loft um klukkan hálf tólf í dag. Þetta kemur fram á vef RÚV, en þar er birt myndskeið af sérsveitarfólki og sigmanni stíga um borð í þyrluna. Gera má ráð fyrir að þyrlan sé á leið að grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem hélt frá Hafnarfirði á laugardagskvöld, en er væntanlegur aftur til landsins seint í kvöld að kröfu lögreglu. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Tritons vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton, sem síðan fara væntanlega yfir í togarann, eða þá að menn úr áhöfn hans verði fluttir yfir í varðskipið til yfirheyrslu. Einn úr áhöfn Polar Nanoq tók rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögreglan hafði lýst eftir ökumanni slíkrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Samskonar bíll sást á Laugavegi um það bil sem Birna hvarf og þá sást hann einnig á eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn um svipað leyti og slökkt var handvirkt á farsíma Birnu, en það á að hafa verið gert í Hafnarfirði. Lögregla lagði hald á rauðan Kia Rio við Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu í gær. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð hafi réttarstöðu grunaðs manns. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagðist ekkert geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra eru komnir um borð í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, en þyrlan tók á loft um klukkan hálf tólf í dag. Þetta kemur fram á vef RÚV, en þar er birt myndskeið af sérsveitarfólki og sigmanni stíga um borð í þyrluna. Gera má ráð fyrir að þyrlan sé á leið að grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem hélt frá Hafnarfirði á laugardagskvöld, en er væntanlegur aftur til landsins seint í kvöld að kröfu lögreglu. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Tritons vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton, sem síðan fara væntanlega yfir í togarann, eða þá að menn úr áhöfn hans verði fluttir yfir í varðskipið til yfirheyrslu. Einn úr áhöfn Polar Nanoq tók rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögreglan hafði lýst eftir ökumanni slíkrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Samskonar bíll sást á Laugavegi um það bil sem Birna hvarf og þá sást hann einnig á eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn um svipað leyti og slökkt var handvirkt á farsíma Birnu, en það á að hafa verið gert í Hafnarfirði. Lögregla lagði hald á rauðan Kia Rio við Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu í gær. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð hafi réttarstöðu grunaðs manns. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagðist ekkert geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25